Kergja
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Mikið er ríkisstjórnin vitlaus, þeir þurfa ekki annað en að opna umræðuna og auka sýnileikan á björgunarferlinu til að minnka ólguna í samfélaginu.
Það er að segja ef eitthvað vit er í björguninni, hmm ef ekkert vit er í þessu þá er það kannski ástæðan fyrir kergjunni?
![]() |
Önnum kafin við björgunarstörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grein Agnesar skilaði þá einhverju
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Glitnir mun greinilega semja þessar nýju lánareglur með það að leiðarljósi að slík lán verði ekki afgreidd án vitundar og vilja nýrra eigenda bankanna, fólksins.
Það væri hið minnsta eðlilegt í ástandinu í dag, efast samt stórlega um að þetta sé hugmyndin. Það er vafalaust bara verið að setja meiri leynd yfir ferlið, það er svosem við hæfi miðað við annað sem er í gangi.
![]() |
Glitnir semur nýjar lánareglur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Græðgi
Mánudagur, 24. nóvember 2008
![]() |
Þúsund milljarða vöxtur útlána Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slagsmál afþökkuð í augnablikinu
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Er of mikils mælst til þess að þessi slagsmál fari fram annarsstaðar?
Svona rétt á meðal enn er hægt að bjarga landi og þjóð?
Að sjálfssögðu þýðir það ekki að ríkisstjórnin eigi að fá sinn "Vinnufrið", heldur þarf ríkisstjórnin og allir helstu stjórnendur ríkissins að víkja hið snarasta.
Þau geta svo haldið sínum slag áfram utan landhelginnar, ef þau það vilja.
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En Jóhanna er heilög!
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Hvernig dirfist maðurinn að tala svona um aðgerðir Jóhönnu? Hann hlýtur bara að hafa misskilið björgunaráætlunina?
Jóhanna hlýtur að leiðrétta manninn, hvað úr hverju. Ég er i öngum mínum.
Getur þessi maður ekki bara talað illa um Framsóknarflokkinn eða eitthvað?
![]() |
Leysir ekki greiðsluvanda heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er þá vandamálið?
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Seljum landsbankann úti í hvelli eða semjum um greiðslufrest í von um að eignirnar hækki í verði, þær gætu reyndar líka lækkað.
Þegar þetta icesave mál klárast getum við farið að koma viðskiptum í landinu í gang.
![]() |
Icesave skuldin 640 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IMF bíður eftir almenningi á Íslandi
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Stjórnvöld eru klárlega búin að missa allan trúverðugleika sinn í augum annarra ríkja.
Nú liggur þetta á borði hins venjulega borgara og hvort hann vilji breyta stjórn landsins eða halda henni óbreyttri og reyna því að þreyja þorrann í þessu máli.
Ég get bara talað fyrir mig, og ég vil fá algjöra uppstokkun á stjórn landsins míns.
Fyrst af öllu þarf að ráða erlent ráðgjafafyrirtæki til að sjá um starfssemi bankanna til bráðabirgða.
Einnig þarf að setja þarf erlent ráðgjafafyrirtæki í framkvæmdastjórn undir Fjármálaeftirlitið sem sinnir eftirliti með starfssemi bankanna til bráðabirgða.
Í þriðja lagi þarf að ráða hæft fólk, hér heima og erlendis til að stjórna rannsókn á falli bankanna og hruninu almennt. Undir forsjá valdra erlendra aðila að sjálfssögðu.
Í fjórða lagi þarf að fá seðlabankastjórn frá norrænu seðlabönkunum til að taka að sér til bráðabirgða starfssemi Seðlabanka Íslands.
Í fimmta lagi þarf að klára Icesave málið til dæmis með því að bjóða aðgang að eigum Landsbankans á móti.
Í sjötta lagi þurfum við að halda borgarafundi um allt land til að finna rétta fólkið og réttu áherslur nýja Íslands. Ríkissjónvarpið þarf að koma að því starfi með því að flytja fréttir, ekki valinn áróður, af þessum atburðum.
Svo eftir þetta þarf að boða til kosninga.
![]() |
Afgreiðslu umsóknar frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það styttist í þetta...
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Gullin framkoma til að tryggja óbreytta biðstöðu og klúður í landinu.
Ég held við getum öll verið sammála um að þessi tvö og þau sem þau "verja" séu endanlega búin að missa af plássi á Nýju Þjóðarskútunni.
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maður að meiri
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Það er gott þegar menn taka ábyrgð á eigin gjörðum, meira en aðrir hafa gert.
Skrýtin er tilfinningin að hér höfum við eina opinbera starfsmanninn sem sagt hefur af sér, eftir að fjármálalífið hrundi.
En kannski byrjar boltinn að rúlla með þessu?
![]() |
Bjarni segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hégómlegar vinsældarkannanir breyta engu.
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Það hefði verið forvitnilegt og aukið tilgang könnunarinnar ef spurt hefði verið um sérstök mál. Til dæmis hefði verið gáfulegt að spyrja: Með hvað ertu ánægð/ur með hjá eftirfarandi ráðherrum.
Það hefði verið könnun sem hægt væri að byggja eitthvað raunverulegt á.
![]() |
Ríflega helmingur ánægður með Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)