IMF bíður eftir almenningi á Íslandi

Stjórnvöld eru klárlega búin að missa allan trúverðugleika sinn í augum annarra ríkja.

Nú liggur þetta á borði hins venjulega borgara og hvort hann vilji breyta stjórn landsins eða halda henni óbreyttri og reyna því að þreyja þorrann í þessu máli.

Ég get bara talað fyrir mig, og ég vil fá algjöra uppstokkun á stjórn landsins míns.

Fyrst af öllu þarf að ráða erlent ráðgjafafyrirtæki til að sjá um starfssemi bankanna til bráðabirgða.

Einnig þarf að setja þarf erlent ráðgjafafyrirtæki í framkvæmdastjórn undir Fjármálaeftirlitið sem sinnir eftirliti með starfssemi bankanna til bráðabirgða.

Í þriðja lagi þarf að ráða hæft fólk, hér heima og erlendis til að stjórna rannsókn á falli bankanna og hruninu almennt. Undir forsjá valdra erlendra aðila að sjálfssögðu.

Í fjórða lagi þarf að fá seðlabankastjórn frá norrænu seðlabönkunum til að taka að sér til bráðabirgða starfssemi Seðlabanka Íslands.

Í fimmta lagi þarf að klára Icesave málið til dæmis með því að bjóða aðgang að eigum Landsbankans á móti.

Í sjötta lagi þurfum við að halda borgarafundi um allt land til að finna rétta fólkið og réttu áherslur nýja Íslands. Ríkissjónvarpið þarf að koma að því starfi með því að flytja fréttir, ekki valinn áróður, af þessum atburðum.

Svo eftir þetta þarf að boða til kosninga.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

IMF er innheimtustofnun með slagsíðu, ekki bjargráðasjóður. Það hefur berlega komið í ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Hvaða möguleikar standa okkur opnir?

Jón Finnbogason, 12.11.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjálfsþurftabúskapur?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Sjálfsþurftabúskapur tryggir fólksflóttann. Betra að fara á vertíð erlendis og koma svo aftur frekar en að taka þann slag.

Jón Finnbogason, 12.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband