Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Næsta skref
Miðvikudagur, 19. september 2012
... er að átta sig á því hvort vilji sé fyrir þessari auka fjárveitingu. Einnig hvaðan eigi að taka pening.
Basic stuff, tala við menn og búa til alvöru fréttir, ekki birta bara fréttatilkynningar.
Þurfa 860 milljónir en fá 262 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er næsta skref?
Þriðjudagur, 18. september 2012
Mér sýnist þetta mál kalla á ákvarðanir. Forgangsröðun fjárveitinga þarf auðvitað að skoða, launahækkun leiðtoga sem mögulega kann ekki að leiða er ekki til mikils.
Fyrst þarf að svara nokkrum spurningum:
Hversu mikinn pening þarf daglegur rekstur heilbrigðiskerfisins til að komast í viðunandi horf? (t.d. innlagnir á stofur ekki ganga)
Hversu mikinn pening þarf að setja í nýtt húsnæði til að húsakostur komist í viðunandi horf?
Hversu mikinn pening þarf að setja í tækjakaup til að koma tækjakosti í viðunandi horf?
Áður en við vitum þetta er ekki hægt að taka neinar upplýstar ákvarðanir.
Get to it.
Reiðin á spítalanum alvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er næsta skref?
Mánudagur, 17. september 2012
Mér sýnist þessi skýrsla nefndarinnar kalla eftir svörum frá almenningi varðandi þrjú atriði.
1. Hversu langan tíma vilja menn á sérleyfi á hverri auðlind?
2. Hversu hátt gjald vilja menn á sérleyfi og eða arði af hverri auðlind?
3. Hvernig á auðlindasjóður að vera notaður?
Hver og einn einstaklingur þarf að gera það upp við sig.
Sjálfum finnst mér:
1. Mitt á milli þess sem kemur í veg fyrir skyndigróða og eyðileggingu af of stuttum nýtingartíma sérleyfa og ekki svo löngum að raunverulegt vald yfir auðlind hverfi frá ríkinu til einkaaðila.
2. Nægilega hátt svo tekjur ríkisins af auðlind standi undir rekstri samfélagslegrar þjónustu og uppbyggingar auðlindasjóðs og ekki svo hátt að raunverulegur rekstrargrundvöllur (metinn af þriðja aðila) hverfi.
3. Auðlindasjóð á að nota til fjárfestinga erlendis og langtíma (með líftíma uppá +100 ár) fjárfestinga innanlands. Þetta er blanda af söfnun (eins og í Norska olíusjóðnum) og uppbyggingar en einungis á verkefnum sem skila menningararðs sem og fjárhagslegsarðs til komandi kynslóða. Svo sem innan menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, byggðastefnu, sálfbærni og aðlögunarhæfni samfélagsins. Það nægir að horfa 100 ár aftur í tímann til að sjá hvað slíkur sjóður hefði hjálpað mikið í þessum málaflokkum hefði hann verið til staðar.
Nýtingarleyfum verði úthlutað árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |