Tilgangsleysi hlutanna

Hversu margar fréttir hefur maður ekki lesið um nákvæmlega svona mál?

Að vera Fíkniefnalögreglumaður er án efa tilgangslausasta vinna sem hægt er að vinna. Það er að segja þegar maður eltir uppi fíkniefnasala, einstaka sinnum nást ofbeldismenn með í för og það réttlætir að einhverju leyti þetta starf en heillt yfir er gersamlega tilgangslaust að vera fíkniefnalögreglumaður.

Af hverju er ekki athugað hvað hefur áunnist af starfi fíknó frá því deildin var sett á laggirnar? Það kæmi örugglega eitthvað vandræðalegt uppúr því.

Minni á að þetta er ekki séríslenskt vandamál, stefna almennings útum allan heim gagnvart fíkniefnum er vonlaus í besta falli og illgjörn í versta falli.

Vonlaus af því að á meðan eftirspurnin lifir mun vera framboð. Illgjörn af því að þeir sem græða mest á fíkniefnaviðskiptum þurfa ekki að fara lögum og það styður við stórveldi skipulagðrar glæpastarfssemi.

Ég leyfi mér að fullyrða að fólk sem vill halda glæpaheiminum uppi með þessu móti séu verstu glæpamennirnir.


mbl.is Fíkniefnasali handtekinn á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. svo einfalt er það.

Guðmundur 10.10.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband