Breyta þarf lögum
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Þetta er nú meiri súpan.
Mér sýnist að helst væri að breyta lögum og bakka útúr einkavæðingaráformum, leyfa t.d. OR að eiga HS hlutinn áfram.
Þannig þyrfti ekki að leggja út milljarða á milljarða ofan í kaupin.
Samfélagsþjónustan sem orkufyrirtækin veita er svo verðmæt að án þeirra yrði gífurleg fólksfækkun áður en langt um líður.
Þetta fljóta kommend verður að duga núna, meira seinna
Afar óhagstætt tilboð fyrir OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, það þarf að breyta lögunum. Ég skil ekki alveg hvernig stendur á því að það séu lög á Íslandi sem segi að það er í lagi að útlenska einkafyrirtækið Magma Energy eignist allt að 48 % hlut, en OR má einungis eiga 10 %...
OR, ríkið og sveitarfélögin verða að vanda þetta mál verulega og ekki láta tilboð Magma verða til þess að það verði gerðar einhverjar óhugsaðar skyndiákvarðanir. Það er gríðalega mikilvægt að þessar auðlindir haldist í almanna eign Íslendinga.
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir 20.8.2009 kl. 10:47
Ég er viss um að þetta kanadíska fyrirtækið Magma Energy er ekkert annað en íslenskt skúffufyrirtæki gömlu útrásarvíkinganna. Það á eftir að koma í ljós. Ég gæti trúað því að addressan þeirra sé í skúffu í Svíþjóð eða á Jersey.
Guðmundur Jónsson, 20.8.2009 kl. 12:06
Þetta fyrirtæki er kaypt fyrir þekkingu á jaðvarma og í framtíðinni verður þekking að þessu tagi mikilvæg fyrir heimin og töluvert dýrari en núna. annað er að þegar einkafyrirtæki með hagnaðarsjónamið taka við rekstri frá opumberum aðilum þar sem þjónusta við almenning er markmiðið þá kemur þjónustann til með að hækka, það eru fjölmorg dæmi þess að þessar einkavæðingar eru engum til góðs mena kanski þeim sem kaupa fyrirtækið.
mér finnst skylirðislaust að heilsugæsla(öll heilsugæsla) og menntakerfið egi að vera í opumberri eigu, bæði vegna þess að annað er mismunum, því sumir geta keypt þjónustuna og aðrir ekki, og venga þess að það er ógeðfellt að græa pening að veikindum manna eða af menntun barna.
þá ætti vatsveituur og orkuveitur að vera í opumberri eigu vegna þess að vatn og orka eru öllum nauðsinleg og það á að hagnaðarsjónamið eiga ekki að stýra veðskrám á þessum hlutum.
Jóhann Hallgrímsson, 20.8.2009 kl. 12:09
guðmundur, þetta fyrirtæki er til í kanada og þekkt, en þeir eru að kaupa i gegnum skuffufyrirtæki í svíþjóð þar sem aðilar utan ees og erlendir aðilar á íslandi geta ekki keypt í orkufyrirtkjum á íslandi, það er greinilega að fara í kringum lögin, þeir viðurkenna það sjálfir.
það á að setja lög sem skylda orku og vatnsveitur til að vera í öruggri meirihluta eigu opumberra aðila
Jóhann Hallgrímsson, 20.8.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.