Auka gegnsæi til að endurforgangsraða

Vonandi fer lögreglan að útskýra hvernig hún forgangsraðar og þá væri hægt að sjá hvort eitthvað væri hægt að bæta.

Persónulega finnst mér að lögregla í litlu landi eins og Íslandi þurfi ekki að vera stór, að sjálfssögðu þarf að tryggja fjármagn til nauðsynlegrar starfssemi en mig grunar að vel sé hægt að skera niður óþarfa hjá lögreglunni.

Þar sem sparnaðaraðgerðir bitna vanalega fyrst á því sem síst skyldi væri glórulaust að henda auka pening í starfssemina án þess að auka gegnsæi stjórnsýslu hennar fyrst.

Persónulega finnst mér til dæmis að vel væri hægt að draga úr starfssemi sérsveitarinnar og minnka skriffinsku í höfuðstöðvum, leggja niður stjórnsýsludeildir og annað til þess að hægt sé að bæta þjálfun lögreglumanna, fjölda þeirra og aðbúnað.


mbl.is Lögreglumenn örþreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband