Áhlaup á Landsvirkjun
Laugardagur, 9. maí 2009
Ef fer fram sem horfir verður Landsvirkjun og allar þær virkjanir sem Landsvirkjun á komnar í hendur kröfuhafa innan 10 ára.
Þess vegna er afar mikilvægt að setja inn ákvæði í stjórnarskránna að allar auðlindir landsins séu eign Íslensku þjóðarinnar.
Neikvæðar horfur hjá Landsvirkjun að mati S&P | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammál, þetta er málið.
Nú er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, byrjaður að sækja í sig veðrið fyrir hönd eigenda sinna, Seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna, og erlendra lánadrottna sem eru erlendir bankar sem heyra undir þessa sömu Seðlabanka. Markmið þessara aðila er að hirða af okkur allt fémætt upp í það tap sem þessir aðilar hafa orðið fyrir vegna viðskipta við íslensk fyrirtæki og banka.
Ef ekki verður brugðist hart við þá missum við Landsvirkjun og orkuauðlindirnar í hendur erlendra lánadrottna eins og þú segir. Sama staða er upp varðandi yfirveðsettan sjávarútveginn.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 10:51
Mikil er ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, sem leiddu okkur inn í EES.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 9.5.2009 kl. 11:46
Sammála þessu með lagaákvæðið.
Ólafur Þórðarson, 10.5.2009 kl. 05:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.