Stuð og gaman - suð og saman
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Gott að Samfylkingunni líður vel, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu.
Ég veit ekki alveg hvernig ESB á að leysa vandann, samfylkingin segir mér það allavega aldrei. Að sjálfssögðu bíð ég þess ekki að heyra frá henni varðandi nokkurn skapaðan hlut, það tæki mig ævina.
Helst hef ég heyrt frá Samfylkingunni að traust kröfuhafa á ESB sé svo mikið að þeir leyfi endurfjármögnun sjálfkrafa ef við erum meðlimir, eða mögulega væntanlegir meðlimir öllu heldur. Það er áhugavert, hvað ætli viðskiptafræðin segi við því?
Svo fáum við Evru, reyndar eftir dúk og disk þegar við uppfyllum skilyrðin. Ungverjar sem áttu að fá Evru um áramótin var neitað um hana vegna lélagrar efnahagsstöðu svo það er ekki einsýnt með þessa Evru. En það skiptir víst ekki máli þar sem trúin á að evran sé að koma er nóg, prófum að segja Ungverjum það!
Bankavesenið er það sama hér heima og erlendis, með þeim mikla mun að ríkið svaf meðan innlánsreikningar blésu út. Það gerðist ekki á sama hátt erlendis. Spurning hvort skrifborð í Brussel verði betra en nýráðinn embættismaður hér á landi við að vakta það framvegis?
Hvað verðum um kvótann í sjónum í ESB veit enginn fyrir víst, hvort sem hann heldur áfram að vera í eigu kvótakónga hér á landi eða skriffinna í Brussel. Skiptir mig persónulega engu máli, nema auðlindirnar verði færðar í þjóðareign.
Hvar nákvæmlega munurinn á EES og ESB liggur hef ég ekki lesið í þessu fréttaflóði af ESB slagnum, hef þurft að kafa annað til að fá þær einföldu upplýsingar. Það er kannski einhver þarna úti sem hefur tekið þetta saman á þægilegan hátt?
Tollarnir væru engir innan ESB en undir ESB komið hvernig þeir eru utan þess. Það ætti að lækka vöruverð? Ætti. Ef fákeppni hættir samhliða.
Flest annað er eins og verður óbreytt. (ofureinföldun hjálpar oft til við að fá umræðu:))
Húsfyllir á fundi Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áhugaverð mynd http://static.mbl.is/skyringarmyndir/2009/01/EES_1.jpg
Jón Finnbogason, 16.4.2009 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.