Opna á allt bókhald eins langt og gögn ná

Leynd yfir fjármálum stjórnmálaflokka er meinsemd í ríkinu. Það á að skýra frá öllum tekjum og öllum gjöldum þeirra eins langt og gögn eru til um það. Fjölmiðlavinnslan krefst þess reyndar að fréttum sé skammtað til að tryggja hámarks áhorf. En þessi leikur verður vonandi ekki til þess að, þegar fólk hættir að nenna að hlusta á þessar fréttir, hætti þær að berast og við missum af einhverju mikilvægu.

Það þarf líka að kanna dótturfélög flokkanna, oft tengd einstaka framboðum og aðildarfélögum, því eins og við höfum lært hjá góðærisfyrirtækjunum geta þau leynt ýmsu.

Röksemdin um að ekki eigi að upplýsa um styrki því styrkveitandi hafi búist við leynd, er eiginlega svo rotin að ekki á að hlusta á hana. Því hún tekur afstöðu með þeim sem vilja hafa áhrif á stjórnmálaflokka án þess að fólkið uppgötvi það. Að sjálfssögðu getur líka verið að fólk vilji ekki styggja viðskiptavini með því að gefa upp stjórnmálaskoðun eigenda, en sú ástæða er svo léttvæg í þessu árferði hún á ekki við.


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Það á að haf opið og sundurliðað bókhald hjá öllum flokkum annars er þessi umræða um styrkjasukk marklaust kjaftæði.

Það ætti að skylda alla sem staðið hafa í stjórnmála starfi til að opna bókhald sitt og gera grein fyrir styrkjum. Einnig forseta frambjóðendur.

kallpungur, 10.4.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband