Stefnan brást, ekki fólkið
Föstudagur, 20. mars 2009
Þegar menn eru vanir að dansa á línunni, eins og STEFNAN mælir með ["hagnaður er eini tilgangur fyrirtækja"], er erfitt að stíga ekki yfir hana annað slagið. Raunar afar eðlilegt að menn missi stjórn á sínum innri krafti þegar freistingarnar eru svona miklar. Hugmyndafræðin er klárlega rotin.
Það þarf lítið annað en að kanna rannsóknir á félagsfræði til að átta sig á þessu.
Hér er skemmtilegt myndbrot af helstu "réttlætingar" klappstýrunni, rétt fyrir hrun.
Kattaþvottur um að stefnan hafi verið góð kallast LYGI, allt annað er spuni sem þarf að varast.
![]() |
Fólkið brást, ekki stefnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samlíking þessarar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins við málstað byssuglaðra hvítra Ameríkana og hins kolklikkaða Charlton Heston er skuggalega rétt.
NRA: „Guns don't kill people, people kill people"
NRA: „Byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk"
XD: „Stefna drepur ekki hagkerfi heillar þjóðar, fólk drepur hagkerfi heillar þjóðar"
Sjálftökuflokksmenn eru endanlega orðnir klikk.B Ewing, 20.3.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.