Vesen að lausnin sé hundsuð

Þetta ástand er fáránlegt, skotbardagar hér skotbardagar þar. Bý á Nörrebro og er því í hringiðu ástandsins.

Þar sem barist er um yfirráð yfir fíkniefnasölunni liggur beinast við að ríkið fari sjálft að selja þetta og taki þannig framfyrir hendurnar á þessum gengjum.

Að fjölga lögreglumönnum og lengja í fangelsistíma skilar litlu, hefur verið prófað aftur og aftur án tilætlaðs árangurs. Á meðan gengin geta hagnast munu þau berjast.


mbl.is Ætla að tvöfalda refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hittir naglann á höfuðið, félagi og bróðir.

Þegar vændi, klám, fíkniefni og fjárhættuspil eru einfaldlega lögleg, þá geta þessi glæpagengi ekki vaxið. Hvaða gengi þrífst á bankaránum og ofbeldi einu saman? Engin. Það er ekki hægt.

Hugsanlega myndi nú hjálpa að fjölga lögreglumönnum, en harðari refsingar skila engum árangri. Það er alveg magnað hvað fólk hvar sem er í heiminum hefur geðveikislega trú á forvarnarmætti refsinga, en ef það liggur refsing við brotinu til að byrja með, þá gagnar voðalega lítið að hækka þær, nema þá til að halda glæpamönnum lengur inni. Þær virka ekki vel til að sannfæra fólk um að fremja ekki glæpi.

Helgi Hrafn Gunnarsson 4.3.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríkið vill vera lausnin.  Og það vill vera lausn sem er góð fyrir Ríkið að lokum.  Og það er alltaf gott fyrir Ríkið aðhafa ofsalega margar löggur og vera alltaf með fjölda fólks í djeilinu.

Það er nefnilega ekki eins mikill strúktúr í kringum lögleg fíkniefni, sem þýðir minni ástæðu til auka skattlagningar, sem þetta nú allt snýst um. 

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Ásgrímur, ef þú færð fólk til að trúa þessu batnar samfélagið svakalega. Fólk vill bara ekki trúa þessu, þess vegna breytist ekkert.

Jón Finnbogason, 5.3.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband