Hræðsla við Forsetavaldið?

Eru menn hræddir við Forsetavaldið? Afar skrýtið því hann er eini embættismaður þjóðarinnar sem kosinn er beinni kosningu og ætti því að vera sá maður er mest traust nyti við aðstæður sem þessar.

Enda gerir allt skriflegt lagaumhverfi Forsetans honum kleift að hlutast til framkvæmdavaldið eins og honum þykir hæfa.

Hvað sem fólki finnst að eigi að vera hlutverk forseta miðað við venjur um að hann haldi sér á mottunni þá reynir fyrst á Forsetann þegar aðrir, sem eiga að stjórna, geta það ekki. Afar erfitt hefur hins vegar verið að mynda venjur á þeim tæpu 65 árum sem lýðveldið hefur starfað. Venjur myndast við aðstæður sem þessar og mér finnst Hr. Ólafur Ragnar Grímsson standa sig með prýði við að færa Forsetaembættið á hærri virðingarstall.

jeben... svo er bara að kjósa rétt í næstu kosningum.


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband