Fleiri körfur og fleiri egg

Fjölbreytt atvinnulíf er okkur nauðsynlegt, held við séum öll meðvituð um það. Þess vegna hafa álverin verið byggð, en að sjálfssögðu vantar fleiri stoðir til viðbótar.

Núna vantar meiri stuðning við ferðaþjónustuna, sprotafyrirtæki, rannsóknir og þróun, matvælaframleiðslu, smáiðnað og sjálfbæra nýtingu á þeim tækifærum sem okkur eru opin.

Við höfum fallegt land, nauðsynlegt er að laga vegi til að opna landið fyrir ferðaiðnaðnum allan ársins hring. Við höfum, ennþá, mikið mannvit sem hægt er að nýta til að styðja enn frekar við nýsköpun, rannsóknir og þróun. Orku höfum við í gróðurhúsin til að auka lífræna matvælaframleiðslu.

Ál, fiskur og afleiður verða aldrei næg undirstaða undir Íslenskt samfélag. En eru hins vegar partur af þeim grunni sem við höfum fyrir.

Árangur áfram, ekkert stopp.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband