En Jóhanna er heilög!
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Hvernig dirfist maðurinn að tala svona um aðgerðir Jóhönnu? Hann hlýtur bara að hafa misskilið björgunaráætlunina?
Jóhanna hlýtur að leiðrétta manninn, hvað úr hverju. Ég er i öngum mínum.
Getur þessi maður ekki bara talað illa um Framsóknarflokkinn eða eitthvað?
Leysir ekki greiðsluvanda heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er aðgerðaráætlun frá ríkisstjórninni í heild en ekki Félagsmálaráðuneytinu eða Jóhönnu. Þetta er málamiðlun þar, sem taka þarf tillit til margra þátta eins og til dæmis stöðu heimila, atvinnulífs, lífeyrissjóða, banka og ríkissjóðs.
Sigurður M Grétarsson, 18.11.2008 kl. 17:49
Ég sem var viss um þetta hefði komið frá Jóhönnu, minnir endilega ég hefði lesið greinar um að hún væri að tjá sig um og eigna sér þetta mál. Virðist samt ekki finna það núna við frekari leit, biðst því afsökunar á því að hafa eignað þetta henni einni. Hið rétta er þá væntanlega að ríkisstjórnin öll sé ábyrg fyrir þessari tillögu sem er samkvæmt betri skoðun viðmælanda í fréttinni er ekki til þess gerð að leysa vanda fólks.
Vonandi mun Jóhanna nú tjá sig um hvað hún myndi vilja að ríkisstjórnin gerði til að koma fólki til hjálpar. Þannig er stemmingin í þjóðfélaginu fyrir tilgangi hennar í ríkisstjórninni.
Jón Finnbogason, 18.11.2008 kl. 19:16
áhugavert. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/19/gomul_log_endurvakin/
Jón Finnbogason, 19.11.2008 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.