Er verið að gera grín að okkur?
Fimmtudagur, 30. október 2008
Jæja, þá eru fréttamenn farnir að skoða smávegis af aðgerðum ríkissins með gagnrýnum augum.
En einhvernvegin læðist að manni sá grunur að kannski er verið kasta augljósu beini í loftið til að fólkið geti fengið útrás reiði sinnar. Ef fólk mótmælir þessu ekki, þá koma fleiri verri mál uppá yfirborðið.
En eitt er ljóst, þessir menn verða að hætta því sem þeir eru að gera hið snarasta. Það er afar erfitt fyrir litla þjóð að ætla að rannsaka sig sjálfa. Hér hljóta að koma utanaðkomandi aðilar til rannsóknar og gagnaöflunar, annað væri gott efni í kröfuspjald.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.