Aumingjaskapur

Sívaxandi minnimáttarkennd Samfylkingarinnar og flóttinn fá ábyrgð er kominn útfyrir öll mörk.

Nýlegar skoðanakannanir sýna þó að það er vænlegt í vinsældarkeppninni. Málið er bara að vinsældarkeppnin skiptir gersamlega engu máli núna þegar þokan skyggir á allt. Það er líka ekki til neins að róa í sömu átt, því að í þykkri þoku sér maður ekkert.

Forgangsmál er að létta þokunni. Ef IMF stjórnar seðlabankanum, segið frá því. Ef við ætlum að borga Ice save innistæður, segið frá því. Ef þú berð ábyrgð á einhverju, segðu frá því. Þessi þögn þykkir bara þokuna.

Maður er orðinn talsvert þreyttur á þessum aumingjaskap. Er ekki hægt að ætlast til þess að þingmenn vinni að lausninni í staðin fyrir að vera partur af vandamálinu?


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband