Rotið regluverk

Alltaf gerist það sama þegar flugfélög fara á hausinn, eða ferðaskrifstofur. Ferðamenn á ferðalagi á vegum félagsins strandaglópar í miðri ferð.

Af hverju er flugfélögum og ferðaskrifstofum ekki gert að kaupa tryggingu til handa farþegum til að tryggja þeim flugmiða til síns heima ef til gjaldþrots kemur?

Með þessu kæmi þessi fáránlega staða ekki upp. SAS sér sér leik á borði og tekur pening úr markaðsstarfinu og setur það í þessa auglýsingu í staðinn. Ekki það að það sé alslæmt en þurfa farþegar virkilega að treysta á svona tilviljanir til að komast til síns heima?

Regluverk flugfélaga og ferðaskrifstofa er greinilega ekki nægilega gott, auðvelt væri að skylda gjaldþrotatryggingu á flugfélög. Annað eins hefur verið tryggt. Fólk ætti jafnvel að geta valið um að kaupa þessa tryggingu við kaup á flugmiða eða ekki.


mbl.is SAS vill flytja farþega Sterling heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband