Viðræður við vagnstjóra í akstri eru bannaðar.
Mánudagur, 27. október 2008
Vonandi verður bráðlega hægt að ræða hvað breytist og hvað breytist ekki ef gengið verður í ESB. Hvar ætli maður sæki annars um leyfi til að mega ræða þetta?
Það væri samt gott að fá smá umræðu og meiri þekkingu um ESB inn í samfélagið. Kannski væri sniðugt að hafa....
- Rúv uppfullt í allan vetur af heimildarmyndum um ESB.
- Ráðamenn í Brussel sem tíða gesti í Silfrið.
- Atvinnurekendur, útgerðarmenn og bændur hér heima sem og í ESB löndunum og á öðrum markaðssvæðum í góðum umræðum í málstofum háskólanna eða sérstökum málþingum. Með yfirferð yfir tölfræði og staðreyndir.
- Smá umræðu um hvaða áhrif ESB mun hafa á veitufyrirtækin, velferðarþjónustuna, samgöngur, fjármálalífið, menntakerfið, skattamál og tungumálið?
- Ásamt því að fá botn í aðal málið... Munum við fá kvikmyndir frá bandaríkjunum hálfu ári seinna en við fáum núna?
- Sem gæti líka snúist um... Mun Evrópa fá kvikmyndir frá bandaríkjunum hálfu ári fyrr en þeir fá núna?
Þessar og aðrar spurningar bíða ósnertar meðan að verið er að rífast um hvort við ættum að ræða þessi mál. Ég vona að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður sem þingmaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram, nái fram að ganga. Það myndi setja smá þrýsting á umræðuviljann.
Ekki tímabært að ræða um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu. Flestir af þessum 70% heldur að evrópubandalagið sé bara sterkur gjaldeyrir, sem muni redda öllu hviss bang. Það gæti ekki verið fjarri lagi og er hagstjórn hvers lands ábyrg fyrir sér og verðbólga misjöfn í löndunum. Spánverjar eru að sigla í kreppu og ekki standa þeir mikið betur að vígi en við, þótt hlutföllin séu svakalegri okkur í óhag.
Innilega sammála að hér þarf að sinna fræðsluskyldu um þessi mál, svo menn vaði nú ekki í kór út í enn eitt feigðarflanið í von um quick fix á afleiðingum eigin getuleysis, eins og okkur er gjarnt. Þvílík rolluhjörð.
Það er vert að hugleiða af hverju evruformælendur hvetja ekki til þessarar uppfræðslu. Þeir vilja bara afgreiða þetta sem fyrst og hald þjóðaratkvæði um eitthva, sem enginn hefur vit á. Tæpast þeir sjálfir.
Einu grunnskilyrði getum við ekki fullnægt og höfum ekki getað og gerum ekki á næstunni, en það er stöðugleiki í hagkerfi og jafnvægi í ríkisbúskap. Hafa menn litið á tölurnar sem hafa blasað við undanfarnar vikur?
Þetta er einungis leið til að kasta sandi í augun á fólki og leiða málin frá sekt flokkanna í því sem yfir hefur dunið. Það er verið að skipta um umræðuefni af því að ráðleysið og skömmin er alger. Þetta er ekki tímabær umræða. Það er hárrétt hjá Geir. Það er ekki allt vitlaust, sem frá honum kemur. Ég foratta annars sjálfstæðisflokkinn og Geir að öllu leyti nema þessu. Þar standa þeir undir nafni sem "Sjálfstæðis"flokkur.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 19:10
Auðvitað er þetta tímabær umræða! Ef við viljum fá evru fyrir 2013, þá þarf að sækja um strax! Þetta var ekki tímabær umræða í "góðærinu", og nú er þetta ekki tímabær umræða því að það er ekki góðæri. Geir er bara hræddur um að flokkurinn hans þoli ekki þessa umræðu - það verður áhugavert að sjá hvernig þetta fer á landsfundinum í febrúar.
Ég hef alltaf séð Evrópusambandið sem þægilegustu leiðina til breyta þeim hlutum sem ég vill breyta hér á Íslandi; ég vil
- Óheftann innflutning á ódýrum matvælum frá Evrópu
- Stöðugan stóran gjaldmiðil - ekki skemmtir að hann er sá sami og viðskiptasvæðið okkar notar
- Yfirumsjón með efnahagsstjórninni þannig að það sé ekki hægt að ráðast í heimskulegar stalíniskar virkjanaframkvæmdir í miðju þenslutímabili
og áfram væri hægt að telja. Þetta er ekkert þvílík rolluhjörð, og það er mjög bagalegt að sjá þig kalla yfir 70% þjóðarinnar þetta Jón Steinar!Jónas Tryggvi Jóhannsson, 27.10.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.