Samfylkingin að næla sér í bita
Sunnudagur, 12. október 2008
Af hverju er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra skipaður formaður stjórnar Nýja Glitnis?
Eru menn ekki með neina siðferðiskennd? Það síðasta sem við þurfum núna er að fólk hafi ekki fulla trú á aðgerðunum og tengi þær við flokkapólítík.
Við þurfum fagmenn í þessar aðgerðir.
Stjórn Nýja Glitnis skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já svo sannarlega þurfum við núna fagmenn en ekki einhverja busa með kontóristagenin. Við þurfum fólk sem hefur menntast við störf í atvinnulífi en ekki eingöngu úr viðskiptalífi. Og þó fyrst og fremst eigum við að safna saman fólkinu sem varaði við háskanum og sýndi fram á hann með faglegum skírskotunum.
Árni Gunnarsson, 12.10.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.