Fyrirframviðskipti eru æði
Fimmtudagur, 9. október 2008
Engir vextir, allt niðurnelgt. Ég nota það vanalega í mínum viðskiptum.
Ef við höfum ekki efni á þessum innfluttu vörum ættum við bara að hætta að flytja þær inn, lifa á rauntekjum.
Var ekki sagt um daginn að við gætum framleitt allan þann mat sjálf, sem við þyrftum á að halda? Leggja bílnum og keyra strætóflotann á metangasi.
Spennandi tímar fara í hönd, þ.e. allt út í hönd.
Krefjast staðgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mitt fyrirtæki greiðir ávallt allt fyrirfram - það er hinsvegar ekki hægt í dag af því bankarnir neita að samþykkja símgreiðslur til birgja. Þannig að akkúrat í dag er fyrirframgreiðslukerfið ekkert betra.
Bragi Þór Valsson 9.10.2008 kl. 17:07
Góður. Leiðinlegt kerfið virkar ekki fyrir þig. Er ekki hægt að senda peninga via Western Union eða Pay Pal?
Jón Finnbogason, 9.10.2008 kl. 22:02
Jú jú. Höfum oft nýtt okkur þennan frábæra banka sem PayPal er. Gettu hvernig gengið er hjá þeím í dag (-: En ég er ekkert að væla, sko... maður bíður bara rólegur.
Bragi Þór Valsson 10.10.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.