Beðið eftir kalli sjóðfélaga?
Sunnudagur, 5. október 2008
Best væri að lífeyrissjóðirnir fjárfestu í samræmi við fjárfestingastefnu sína. Við höfum aðra möguleika í stöðunni en að færa lífeyrinn í áhættufjárfestingar.
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (IMF) getur komið að endurskipulagningu fjármálakerfisins og fóðrað okkur á þeirri fjármögnun sem þarf, 1600 milljarðar króna.
Lífeyrissjóðir bíða eftir kalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er alveg eins vel komið fyrir lífeyrinum í að bjarga ástandinu hér eins og í einhverjum áhættufjárfestingum erlindis
Ævar 5.10.2008 kl. 15:12
Efast um að lífeyrissjóðirnir séu í áhættufjárfestingum erlendis, það væri reyndar eftir öðru ef það kæmi í ljós.
Jón Finnbogason, 5.10.2008 kl. 16:03
Passaðu hvað þú segir.... Að kalla IMF hingað væri glötun og eilífur þrældómur fyrir þessa þjóð... þeir myndu stjórna peningastefnuni hér með hagsmuni kröfuhafana, ekki okkar...... spurðu bara hvaða suður Ameríkuríki sem er..... já og náttla Afríkuríkin...
gfs 5.10.2008 kl. 17:48
Helst myndi ég vilja að fjölmiðlar flyttu alvöru fréttir af þeim möguleikum sem okkur standa fræðilega til boða og sér í lagi afleiðingum þeirra. Vitund og skilningur okkar á beinum áhrifum verkferla IMF á lönd, eins og þú vilt meina að vari í suður ameríku og afríku einungis fyrir tilstuðlan IMF, ætti að geta komið í veg fyrir að hér birtist á elleftu stundu óþekktar lausnir frá merkum fræðimönnum.
Jón Finnbogason, 5.10.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.