Stórasta land í heimi

Þar höfum við það, enn einu sinni búnir að skilja restina af heiminum eftir í skítnum og skara frammúr á enn einu sviðinu.

Ég vona að meðalmennska, ódugur og hræðsla verði aldrei okkar vörumerki.

Nú er þetta bara spurning um að tengja þjóðarstoltið við eitthvað annað en krónuna og úrvalsvísitöluna. Við þurfum að minnast þess að við næstum sjálfum okkur næg með orku, mat (bara henda upp fleiri gróðurhúsum) og því miklu betur undir það búin að spara við okkur gerviþarfirnar á næstunni. Getum meiraðsegja notað tímann til að styrkja innviði samfélagsins enn frekar með því að framleiða gæðamat sem hægt er að selja í okurbúllum erlendis þegar um hægist.

Það eru tækifæri í kreppu.


mbl.is Fjármálakreppa bitnar harðast á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband