Hvar er Rammaáætlunin?

Hvað er að frétta af vinnu við Rammaáætlun stjórnvalda varðandi virkjanakosti landsins? http://www.idnadarraduneyti.is/malaflokkar/jardraenar-audlindir/te/Rammaaetlun/ og hér http://www.os.is/page/rammi2. Hér má sjá framvinduskýrslu frá árinu 2007 þar sem segir að lokaskýrsla ætti að berast í sept-des 2008, http://www.os.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/1/swdocument/17042/Framvinduskyrsla.+Lokagerd.pdf.

Það verður að skoða einstaka virkjanakosti heildstætt svo fólk geti farið að mynda sér skoðanir byggða á raunveruleikanum. Upplýsingaflóðið sem fjölmiðlar kynna með reglulegu millibili um einstaka fossa kynda einungis undir ruglinginn.

Er Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti til dæmis á þessum lista http://www.os.is/page/ald_orkuaudlindir Orkustofnunar?  Þar segir t.d. Virkjanir í "Skjálfandafljóti: Virkjun niður í Bárðardal. Efst er virkjun með litlum miðlunarlónum við Fljótshaga og sunnan Fljótshnúks. Neðar virkjun frá lóni við Hrafnabjörg með frárennsli í Mjóadalsá. Ekki er hér gert ráð fyrir að nýta Íshólsvatn sem inntakslón eins og í fyrri áætlunum."

Ég er til í að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður að vera rafrænt í gegnum internetið, um í hvaða röð virkjanakostir skuli virkjaðir.

Hér eru til dæmis skemmtilegar myndir.

Jarðhiti landsins

 

Mögulegar Vatnsvirkjanir

 


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband