Kurteisi og vald

Lögreglan þarf að stíga varlega til jarðar í sínum verkum þessi misseri. Það að lögregluþjónar sem ráðast á ungmenni starfi áfram á meðan rannsókn á þeirra málum stendur yfir, er bara lítið dæmi um alvarleika málsins um þessar mundir. Hvernig lögreglan hegðar rannsóknum mála sinna varðandi hælisleitendur sem búa áralengi í bráðarbirgðahúsnæði verður að taka mið af ákvarðanafælni löggjafavaldsins.

Svo finnst mér að fjölmiðlar ættu að útvega ítarlegri umfjöllun um stöðu hælisleitenda á Íslandi. En ekki éta upp fréttatilkynningar frá einum aðila málsins.

Eiga hælisleitendur ekki að eiga vegabréf? Mega þeir ekki eiga peninga? Hversu lengi þurfa hælisleitendur að búa í bráðabirgðahúsnæði? Hversu lengi er útlendingastofnun að taka ákvarðanir? Af hverju er ekki ráðist að sömu hörku að vinnuveitendum sem ráða starfsfólk í ólöglega (svarta) vinnu? Hvaðan fá hælisleitendur lífsviðurværi sitt meðan að vinnslu umsókna stendur yfir?


mbl.is Hælisleitendur mótmæla aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fjölmiðlar haf brugðist fullkomlega í þessu máli

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband