Hvað skýrir þennan verðmun

Nú væri gaman að sjá sundurliðað verð sem Tesco greiðir fyrir vöru á móti því sem Bónus greiðir fyrir vöru. Ásamt álagningu verslunarinnar sjálfrar.


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Skýringin er einföld: Venjulegur Íslenskur kapítalismi einokunar og fáokunar. Mikil eftirspurn; landmenn kaupa og kaupa á hvaða verði sem er. Bisnessmennirnir notfæra sér þetta eðlilega, er það ekki?

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Jú en það væri samt gaman að fá þennan samanburð til að sýna hann svartan á hvítu.

Íslendingar nenna aldrei að vera með vesen, en þeir væru alveg til í að styðja einhvern annan í að vera með vesen fyrir þá.

Jón Finnbogason, 20.5.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Loopman

Íslendingar eru fávitar upp til hópa. Þeir þurfa að taka þumalinn úr rassgatinu og hausinn úr sandinum og ganga í EU. Hætta að hlusta á bull hræðsluáróður um hvað bændur muni hafa það slæmt og útgerðarmenn líka. Ég vill bara borga minn 500 kall fyrir 4 kjúklingabringur í stað 2400 eins og í nóatúni í gær.

Loopman, 20.5.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Nei nei við erum engir fávitar hvaða neikvæðni er þetta? Kjúklingabringur eru nú bara einn hluti af stærra máli, hvað finnst þér til dæmis um að mæta á æfingu hjá Evrópskum her og geta ekki etið bringurnar?

Jón Finnbogason, 20.5.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Loopman

Evrópskum her? Sýndu mér fram á með sönnunum að þú þurfir þess ef við förum í EU.

Dæmi um samanburð á verði. Í Bretlandi þar sem ég bjó, fékk ég kíló af íslenskri og færyskri ýsu, roðlausri og beinlausri á 4,5 pund. Þegar sambærilegt kostaði hér um 1100-1200 kr. Þetta var fyrir sléttu ári.

Annað dæmi eru kjúklingabrignurnar.. oftast voru þetta 4 bringur í dýrum stórmarkaði eins og Sommerfield eða Morrissons þar sem þær kostuðu milli 4 og 5 pund. Oftar en ekki var tveir fyrir einn. Þannig að það voru 8 bringur fyrir sirka 5 pund.

Áfengi... fékkst 3 flöskur af léttvíni, svo til hvaða víni sem var á 9,90 pund. Sem gera sama og ein flaska hér. 2 kippur af bjór fyrir 3-5 pund.

Matur fyrir 4 á dýru grísku veitingarhúsi með tveim flöskum af víní, og eftirrétt (The Olive Tree, googlið það) 80 pund. Sambærilegt hér væri 6-7000 á mann.

Farsími Sony Ericsson  750i 100 pund. Sami sími hér ÁRI síðar. 28,000 kr.

Skólagjöld fyrir háskóla nám ellefu þúsund pund. Ef við værum í EU, 4000 pund.

DVD. 3-4 nýjar myndir í Virgin megastore, HMV eða Music Zone á 20 pund. Hér kostar ein krappí mynd gömul í þokkabót 2500-3500 lágmark.

Ég get haldið áfram í allan dag.

Loopman, 21.5.2008 kl. 00:56

6 Smámynd: Jón Finnbogason

Þú ættir að halda áfram, það er virkileg þörf á þessum upplýsingum. Ég myndi meiraðsegja skrá mig fyrir fréttabréfinu þínu, pælingar og upplýsingar þínar eru áhugaverðar. Sjálfur bý ég í Danmörku en myndi aldrei nenna að gera svona verðsamanburð þó ég sé í aðstöðu.

Ég hef engar sannanir enda var ég bara að slá ryki í augun á þér og drepa málinu á dreif. Evrópskur her verður vafalaust sjálfboðaliðaher, enda er hann það í Bandaríkjunum. 

Jón Finnbogason, 21.5.2008 kl. 14:18

7 Smámynd: Loopman

Ryk í augu... það fór allt úr þegar Manchester United vann... Hahaha Glory glory Man United...

Sorry tapaði mér aðeins.

Ég er að hugsa um að gera laaangan lista, svona þegar ég nenni. En að meðaltali er matarkarfan hér 100% dýrari að lágmarki. Hér er borið saman Bónus sem ódyrast við verslanir eins og Sommerfield sem eru í sama skala og Hagkaup. Ef þeir hefðu notað verslanir eins og ASDA, Netto eða Aldi. Þá værum við að tala um 200% dyrara.

Eins veitingahús. Tvær pizzur 12" með brauðstöngum 10 pund, sent heim, og ef maður pantar yfir 10 pund fær maður frítt tveggja lítra kók með.

Á hvaða inverska stað sem var, þá kostaði maturinn ekki meira en 6 pund á mann, hér á Shalimar kostar sami réttur (Chicken Tikka Masala) 2100 kr. 6 pundin eru hámar. Ef farið er í studenta hverfin er það um 3 pund.

Fartölvur sem kosta úti 499 pund, sem gera sirka 75,000 kr, kostar útúr búð hér 190,000. Þetta er Dell vél, er með auglýsingu úr The Guardian fyrir framan mig og bækling frá EJS líka, sama vél sömu spekkar. Dell eru seldar sem hágæða lúxus vélar hér , en í Bretlandi sem og annarsstaðar eru þetta ódýrar solid vélar.

For fucks sake. Okur is a lifestyle. Munið bara að ganga með stóra vaselín dós á ykkur svo það verði ekki eins vont þegar þið eruð tekin í þurrt rassgatið af verslunarmönnum og stjórnmálamönnum.

Loopman, 22.5.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband