Hvaða hagsmuna?
Mánudagur, 19. maí 2008
Sem verðandi hundaeigandi finnst mér þetta frekar furðulegt mál. Ef hundur bítur á að lóga honum, eru ekki allir sammála því?
Hvað vill eigandinn gera núna við hundinn?
Hagsmuna hundeiganda ekki gætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Jón. Ég hef aldrei séð jafn klúðurslegt orðalag og í þessum dómi. Skyldu margir Íslendingar skilja þessa dómsniðurstöðu? Sennilega hefur hún verið gerð svona klúðursleg, til að ekki yrði hægt að fella dóm í málinu.
Stebbi 19.5.2008 kl. 18:15
Þarna er litið á hundinn sem hverja aðra eign og eigandinn hefur rétt að vera eignina.
Aftur á móti virðist þetta mál vera borðleggjandi þegar það verður afgreitt aftur.
Karma 19.5.2008 kl. 18:25
Það er verið að gæta að hagsmunum eigandans að honum verði gert að gera grein fyrir máli sínu.
Lögreglustjórinn vildi bara fá úrskurð til þess að taka hundinn og aflífa hann, aðilanum var aldrei gefinn kostur á að andmæla fyrir héraðsdómi eða þá að fá nánari upplýsingar eða nokkuð.
Það að Hæstiréttur ógildi héraðsdóminn er ekki sama og sýkna, hann vísar einfaldlega málinu aftur í hérað þar sem að aðilanum verður gefinn kostur á að andmæla eða hvað sem hann vill fá betur á hreint. Þetta þýðir ekki að niðurstaða héraðsdóms muni endilega breytast, getur vel verið að hundurinn verði aflífaður eftir sem áður :) auðvitað ætti að lóga hundi sem bítur barn en það verður að taka tillit til hundaeigandans sjálfs og leyfa honum að tjá sig. Ég hugsa að þú myndir nú sjálfur vilja hafa eitthvað um málið að segja heldur en að það sé bara tekið fram fyrir hendurnar á þér án þess að þú fáir að segja nokkuð ef þú værir eitthvað ósáttur við að aflífa hundinn. :)
Tjásan 19.5.2008 kl. 18:27
Það er ekki spurning að það á að lóga hundinum. Hef sjálfur átt hund sem gerði þetta að það var mitt fyrsta verk að fara með hana Pílu mína og láta svæfa hana. Það er ekki hægt að treysta hundi sem einu sinni hefur bitið. Þegar þau komu svo heim af slysavarðsstofunni var hún dáinn. Mikil sorg að sjálfsögðu, dýralæknirinn var svo elskulegur að leyfa okkur að fá "líkið" sem við settum í kistu og grófum svo í sumarbústaðalandinum þar sem henni þótt best að vera.
Þórður, 19.5.2008 kl. 18:34
Hundar BÍTA sjaldan, þeir glefsa oftar. Það er stór munur á. Ef hundur er heill á geði og eigandi ábyrgur þá þarf töluvert mikið til að hundur bíti.
Hundar og börn eru góðir félagar, en það þarf að fylgjast með, því bæði hundar og börn geta verið klaufar og fljótfær.
Samskipti hunds og barns eru á ábyrgð eigenda / foreldra. EKKI HUNDS EÐA BARNS.
Hundi sem bítur í illsku ber að lóga. En það er bara sjaldnast raunin, þeas að um illsku sé að ræða.
Börn eru hrekkjótt, hvatvís og stundum illa alin og stundum þyrftu hundar að geta sagt; hættu þú meiðir mig. En þeir kunna ekki íslensku.
Hundur er alltaf á ábyrgð eigenda sinna, rétt eins og börnin.
Það fylgir svosem ekki heldur með fréttinni, hvað varð til þess að í brýnu sló á milli stúlkunnar og hundsins.
Hvernig hundur var þetta? Ég hef hitt fólk sem segist hafa verið BITIÐ af Schäfer hundi en samt vantar ekkert á viðkomandi. Ég hef líka séð Schäfer slást við Labrador og það mátti aflifa báða svo mikið slasaðir voru þeir. Slagsmálin tóku u.þ.b 30 sekúndur.
Það er afar hæpið að horfa svona einhliða á nokkurt mál.
Haraldur Davíðsson, 19.5.2008 kl. 19:06
Sæll, datt inná þessu síðu við lestur fréttarinnar og langar að segja mitt álit.
Ég á hund sem ég hef átt í meira en 4 ár. Hann hefur aldrei gert sig líklegan til að bíta manneskju þó einstaka smábit hefur átt sér stað milli mín og hundsins við leik, eins og gengur og gerist. Hundurinn minn þekkir vel börn og yfirleitt forðast hann börn því hann fær ekki frið frá þeim. Það er togað í skottið á honum, sparkað í hann, rifið í hárin á honum og hann sleginn. Hann lætur sig hverfa og fer í felur. Það er alveg á hreinu að hann mun ekki bíta nema það sé ALLRA ALLRA síðasta í stöðunni. Ef honum er ógnað eða hann verður hræddur og hann sér enga undankomuleið aðra en að bíta, þá mun hann bíta. Hann veit að það er rangt og mun gera það með óbragð í munninum. Ég vona að það muni aldrei koma til þess. En ef það gerist, þá mun ég þurfa að meta við hvaða aðstæður bitið kom upp. Ég er ekki tilbúinn til að lóga hundinum mínum ef hann bítur í "sjálfsvörn". Ef hann bítur að tilefnislausu, þá gefur hann mér ekkert val.
Það fer mikið eftir eigananum hvernig hundurinn er alinn upp, eins og síðasti viðmælandi skrifaði. Það er á ábyrgð eigandans hvernig hundurinn er við börn, en ég veit það að umræddur hundur hefur eflaust ekki bitið stelpuna af því að hann langaði til þess eða hann var svangur. Hundar bíta ekki ef þeir eru almennilega aldir upp (nema þeir séu hreinlega taugaveiklaðir og geðveikir).
Robbi 19.5.2008 kl. 19:35
Það eru fáránleg fallöxi-rök að dæma hund til dauða eftir eitt atvik sem ekki hefur verið skoðað og eðli atviksins skilgreint.Þeir sem eh hafa kynnt sér atferli hunda skilja og vita að svona atvik má ekki taka úr samhengi heldur skoðist út frá atburðinum í heild, eins og önnur mál sem koma upp og dæma þarf í. Annað er heimska.
Langur vegur er á milli grimmdar-árásar og einstaks bit atviks. Sem betur fer erum við komin lengra á þróunarbrautinni í þessum málum en var hér áður fyrr þegar glefs var dauðrefsing.
Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir
Hanna M. Arnórsdóttir 19.5.2008 kl. 19:43
Þetta var það sem vantaði í fréttina.
Jón Finnbogason, 19.5.2008 kl. 20:00
Ég er hundaeigandi, og hef verið mikið innan um hunda. Jú það kemur fyrir að hundar bíta, en í flestum tilvikum er það sjálfsvörn hjá þeim. Ég veit ekki hvernig aðstæður voru í þessu tilviki, en fyrir nokkrum árum tók ég að mér hund sem var búið að skemma allverulega af börnum, þar sem rakkinn hafði oft verið bundin úti í garði. Börn gerðu sér það að leik að berja dýrið með spítum, líkast til vissu þau upp á hár línuna sem keðjan gaf dýrinu svigrúm. En því miður varð að lóga dýrinu því hann missti þvar ef barn kom of nálægt honum.
Við getum ekki alfarið skrifað uppá það að hundur bít án ástæðu.
Runólfur Jónatan Hauksson, 19.5.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.