Þjófnaður
Mánudagur, 12. maí 2008
Af hverju er verið að stela dótinu af greyið manninum?
Mikið magn fíkniefna fannst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessu var stolið fyrir dópsalana, því dópsalarnir eru ánægðir með stefnu ríkisins því hún heldur fíkniefnaverði háu og þeir græða.
Andri 12.5.2008 kl. 11:11
Ég veit ekki hvort að þið eruð svona fjári vitlausir eða eruð hreinlega að djóka, en ég hef tekið eftir því að þú póstar á allt sem fjallar um fíkniefni svo eitthvað hefur um þau að segja....
En að segja að Lögreglan sé ekki að vinna vinnuna sína er bara fávitaskapur og að hún sé að stela þessu af manninum, sorry en það er bara mín skoðun á þessu máli
Inga 12.5.2008 kl. 12:46
Sæl Inga
Já ég reyni að pósta eitthvað á fíkniefnafréttir. Ég er hvergi að segja að lögreglan sé ekki að vinna vinnuna sína, raunar finnst mér lögreglan vera afar góð í vinnunni sinni. Það ætti einfaldlega að færa þessa hæfileika að öðrum glæpum.
Svo sagði ég ekki að lögreglan stæli fíkniefnunum af manninum, heldur þeir sem vilja ekki leyfa sölu fíkniefna á frjálsum markaði án hafta. Lögreglan vinnur einfaldlega eftir skoðun meirihlutans.
Jón Finnbogason, 12.5.2008 kl. 13:27
Sæll Jón
Eflaust er það rétt hjá þér að lögreglan mætti gera meira á fleiri vígstöðum, en ég held að svo margt innan þessa embættis er skorðið undir nögl. Persónulega er ég ánægð með hvert gram af fíkniefnum sem þeir ná af götunum, en að sjálfsögðu vildi maður að þeir næðu þeim sem væru að fjármagna þetta.
Þú segir að lögreglan vinni eftir skoðun meirihlutans, ert þú þá í minnihlutanum og vilt "leyfa" frjálsan markað á fíkniefna á íslandi?? Heldur þú virkilega að það leysi vandan??
Ég hef áður átt í þessum umræðum hér á netinu og hafa þær umræður hreinlega farið í hringi. Eins hef ég rætt við varðstjóra í lögreglu hér í Bandaríkjunum sem ég bý og við allavega deilum þeim skoðunum að það ætti alls ekki að lögleiða eitt né neitt í þessum efnum, þó svo að einhverjir embættismenn og fyrrum lögreglumenn séu á þeim buxunum.
Inga 12.5.2008 kl. 17:14
Ég er væntanlega í minnihlutanum, en ég vil ekki leyfa þetta einungis á Íslandi, það væri glapræði. Þetta þarf að vera leyft um allan heim.
Hvað sem hringumræður snertir þá er öll umræða væntanlega af hinu góða? Raunar vantar meiri umræðu, sérstaklega hjá þeim löndum sem framleiða þennan óþverra.
Jón Finnbogason, 12.5.2008 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.