Tala saman...
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Það var frétt af þessu máli fyrir ekki svo löngu síðan. Þar sagði einn forstjóranna eða deildarstjóranna í Landsspítalanum að hún hefði undir höndum tölvupóst sem sannaði að hjúkrunarfræðingar hafi haft nægan tíma til að átta sig á breyttu vaktafyrirkomulagi.
Ég man þegar ég las það þá hugsaði ég að samskipti milli yfirmanna og undirmanna væru frekar léleg ef menn þyrftu að vísa í tölvupósta. Þetta er ekki lögfræðilegt vandamál heldur félagslegt.
Nú virðast menn vera farnir að tala saman og sýna smá lit. Næsta skref hjúkrunarfræðinga er væntanlega að draga uppsagnir til baka.
Svo þurfa að fara af stað raunhæfar viðræður innan fylkinga og svo milli aðila. Eins og í flestum öðrum vinnudeilum, munu aðilar finna milliveginn. Bara spurning hvenær.
hmm... nema það sé eitthvað sérstakt við þessa vinnudeilu. Kannski er þetta ekki eins og aðrar vinnudeilur, kannski er verið að fara ansi langt í að færa hjúkrunarfræðinga yfir í einkageirann. Kannski finnst fólki sér misboðið.
Ef svo er þá vantar algerlega fjölmiðlaumfjöllun, svo það getur varla verið...
Viðsemjendur undir feldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.