Satt hjá Obama

Allt sem hann hefur sagt tengist vel þeirri hugmynd sem Evrópubúar hafa af Bandaríkjamönnum. Glöggt er gests augað. Einhver verður að geta talað um stöðu mála án þess að skrumskælingjarnir snúi útúr því.

Þarna finnst mér Hillary hafa stigið hliðarskref, hún hefur ekkert með að ákveða hvort Obama hafi verið að tala niður til fólks í smábæjum. Sjálf viðurkenndi hún að fólk væri "pirrað", og fyrst fólk er pirrað þá hlýtur að vera einhver reiði. Þessi reiði hefur ekki breytt stjórnarfarinu í landinu, hvert fer þessi reiði þá? Getur ekki bara vel verið að með því að beina athygli almennings að málum eins og byssueign og hjónaböndum samkynhneigðra sé verið að forðast önnur og stærri málefni?

Það gæti jafnvel gerst að ég hætti að styðja Ron Paul ef Obama fer fram fyrir Demókrata.


mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband