Skuldir, eignir og tilfinningar
Sunnudagur, 16. mars 2008
Aðal umræðan í þvottahúsinu hérna á Nörrebro í dag er búin að vera um af hverju ekki sé ódýrara að nota lághita þvott heldur en venjulegan. Sama verðið er á þvottinum hvort sem það séu 90° eða 30° og þetta finnst Baununum heldur lélegur reikningur.
Við greiðum nefnilega 10 krónur fyrir hvert skipti sem þvegið er, óháð hitastigi.
Aðalumræðan í þvottahúsinu á Miklubrautinni var vafalaust hvenær vöruverð fær á sig "nýja verðið" vegna veikingar krónunnar, mér finnst betra að þurfa ekkert að óttast það. Þó á maður alltof mikið af þessum krónum eftir heima og þær hafa hrapað í verði undanfarið.
Mæli með því að fólk lesi þessa grein http://www.baldurmcqueen.com/content/view/543/3/.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.