Heimsendir
Mánudagur, 10. mars 2008
Það er nokkuð ljóst að Ísland og krónan hafa ekki traust núna. Ég trúi ekki blint á hagfræði þannig ég ætla ekki að fara að reikna þetta ofan í ykkur. Félagsfræðilegar breytingar eru miklu áhugaverðari og áhrifameiri.
Þetta vandræðaástand hefur leitt til þess að Evru björgunarhringurinn virðist rökréttur og ESB innganga það rétta í huga fólks.
Af hverju?
1. Þá geta spákaupmenn ekki eyðilagt allt fyrir okkur.
2....
Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan get ég ómögulega fundið fleiri rökfræðilega punkta sem komið hafa fram í umræðunni síðustu daga.
Stóru tíðindin í þessu eru vafalaust þau að við Íslendingar erum kannski ekki jafnmiklir markaðshyggjumenn og við höfum látið skína í undanfarið. Sveiflur á markaði eru nefnilega eðlilegar og í raun partur af leiknum sem allir hafa elskað undanfarið.
Núna þegar við erum öll orðin minni en við vorum og allt það skulum við ræða hvaða raunverulegu áhrif innganga í Evrópusambandið mun hafa á daglegt líf og líf næstu áratugina? Brýnustu málin núna eru í mínum huga...
1. Mun ungt fólk hafa efni á því að kaupa sér sitt eigið húsnæði þegar það byrjar að búa?
2. Verður vöruverð lægra?
3. Munu gjaldeyrissveiflur hætta að skipta máli?
4. Hvaða núgildandi lög falla úr gildi?
5. Hvaða lög og reglur verða ákvarðaðar af Brüssel?
6. Hvaða lög og reglur verða ákvarðaðar af Alþingi?
7. Hvað verður um fríverslunarsamninga sem við höfum gert við lönd eins og Kína?
8. Verður Þýskukennsla efld?
9. Verður Davíð Oddsson atvinnulaus?
10. Ætlum við að veiða fisk útum alla Evrópu?
11. Verða það sömu fiskifræðingarnir sem mæla fiskinn í sjónum?
12. Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið?
13. Verður partý?
Krónan veikist enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.