Þetta er mest í fjölmiðlum
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Þar sem ég bý skammt frá Nörrebro Runddel og öðrum ólátasvæðum sem fjölmiðlar senda beint frá, veit ég að þessi óreiða er lítið meiri en í fréttum. Að sjálfssögðu eru mótmælagöngur og vesen, Jacob Bach vinur minn var vakinn upp klukkan 1 aðfaranótt fimmtudagsins við að búið var að brjótast inn í ruslageymsluna og draga ruslagám út á götu og kveikja í. Restin af nóttinni fór í að slökkva og halda girðingunni heilli fyrir liði, hann býr reyndar á Nord Vest sem er fyrir ofan Nörrebro og er orðið slummið eftir að fasteignaverð á Nörrebro hefur hækkað svolítið.
Í gær var TV2 með beina útsendingu víðsvegar um bæinn, þetta var mest vandræðalegar einræður fréttamanna og yfirlitsmyndir þar sem lítið annað var að sjá en hjólandi fólk og tómar götur. Reyndar náðu fjölmiðlar yfirlitsmynd úr þyrlu af brennandi bíl, það var sýnt á loopu í hálftíma.
Heyrði frá strákunum í skólanum að þetta hefði meira að gera með verslun eiturlyfja en myndirnar, en myndirnar hefðu þó ekki hjálpað.
Áfram óeirðir í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nú kveikt í bak við húsið mitt. Ekki kom það í fréttunum. Þessar óeirðir eru síður en svo blásnar upp í fjölmiðlum, hér hefur ekki verið friður seinustu nætur og er aldrei ófriður þar sem ég bý.
Dagur Snær Sævarsson 16.2.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.