Hryðjuverk?
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Nato réðst á Afganistan því Talibanar voru skeggjaðir, fúlir og enginn hélt með þeim. Svo voru þeir líka búnir að loka fyrir framleiðslu á Valmúa. Einnig eyðilögðu þeir risa styttu af Búdda.
Tilvalið skotmark til að ausa úr skálum reiðinnar vegna flugránanna.
En núna er staðan þannig að Valmúinn er aftur ræktaður á öllum bestu hekturum og uppbyggingin í landinu er eins mikil og fólkið leyfir. Alltaf eru þó stríðsherrar sem vilja ekki bugast, rétt eins og hryðjuverkamennirnir sem stofnuðu Bandaríkin og fólkið sem hafði engu að tapa þegar Bastillan var eyðilögð.
Hvernig væri staðan í heiminum ef Kínverjar hefðu sent inn her til að styrkja innviði Rómaveldis þegar Barbararnir voru sem fyrirferðamestir?
Ég segi hættum þessari vitleysu og einbeitum okkur að menntamálum og innra starfi stjórnarinnar í Afganistan í stað þess að búa til græn svæði hér og þar.
Hlutverk Nató í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við höfum ekkert hlutverk í Nató, þessi samtök eru sturluð, eins og þú bendir réttilega á í þinni ágætu ádeilu.
Gullvagninn 10.2.2008 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.