Borgin brennur
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Það er að segja heimsborgin, hlutabréf og trú almennings á fjármálamörkuðum hverfur með hverri mínútu og hvað gerum við? við http://www.sanfranciscosentinel.com/wp-content/uploads/2007/04/fiddling-while-rome-burns.jpg spilum á fiðluna.
Manni finnst það sama sé í gangi hjá stjórnmálamönnum. Hlutabréf í Ólafi F. hafa til dæmis hríðfallið en það skiptir ekki máli, hann verður bráðum afskráður og rekinn sem ehf. og Villi sem maður hélt að hefði verið fjandsamlega yfirtekinn fyrir 100 dögum er víst enn í skráður á markaðnum. Gísli Marteinn og Hanna Birna hafa fengið endurfjármögnun úr Valhöll. Skuldatryggingaálagið á Valhöll hækkaði reyndar við þessi tíðindi og spákaupmaðurinn á horninu segir að skipta þurfi félaginu upp í sjálfstæðar rekstareiningar á næstunni til að forða félaginu frá eldinum.
Ég er hins vegar vel staðsettur með allt mitt í elsta fyrirtækinu. Ætla meira að segja að auka hlutinn því það er kauptækifæri núna.
Lifið heil
Engin áhrif á stjórnarsamstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.