Forysta Sjálfstæðisflokksins í REIGGE málinu gleymd.
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Sjálfstæðisflokkurinn fagnar núna þeirri niðurstöðu að þeirra kappsmál hefur verið afturkallað. Mér finnst menn gleyma því furðu fljótt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur frá síðustu Borgarstjórnarkosningum. Allt sem gert hefur verið í stjórn og stefnumótum OR hefur verið að undirlagi Sjálfstæðisflokksins. En það skiptir engu, því þegar þetta mál sprakk í öreindir er skuldinni komin á Binga Diablo.
Fyrirsagnir eins og Bingi barinn til hlýðni í nýja meirihlutanum Á enginn að taka pokann sinn annar en Vilhjálmur, Björn Ingi? (Er Villi hættur?) Bingó laminn til hlýðni og fleiri góðar gera lítið úr staðreyndum REIGGE málsins. Já, það er alltaf jafngaman að lesa skrif merkra bloggara um hvað Bingi sé siðspilltur glæpamaður. En hvað hefur Bingi gert í raun og veru?
x Hann myndaði nýjan meirihluta án þess að Gísli Marteinn vissi af því fyrirfram? Og hvað með það? flokkurinn var hvorteðer búinn að setja upp fórnaraltarið fyrir Villa og Bingi átti að fara sömu leið.
x Hann er svo andskoti siðspilltur. ? veit ekki hvað menn hafa fyrir sér. Kannski það að hann myndaði meirihluta með Sjálfstæðismönnum eftir síðustu borgarstjórnarkosningar kannski það hafi eitthvað komið því við að VG sprengdu R-listann af því Framsókn var svo andskoti leiðinleg og asnaleg og siðspillt?
x Fólk þolir hann og okkar flokk ekki af því við getum ekki drullast til að veslast upp og hætta að vera til? Oft er þó hægt að vinna með Framsóknarflokknum þegar á reynir.
x Hann studdi sameiningu REI og GGE eins og allir aðrir, enginn var á móti þegar kosið var.
x Hann vildi ekki selja sameinað félag REIGGE á niðursettu verði strax að hætti Hönnu Birnu. Enda ekki nema von, fólk var brjálað yfir sameiningunni.
x Hann er svo siðspilltur. ... já þessi punktur kemur oft fyrir.
x Hann var í fínni utanlandsferð í Kína með hinu ríka pakkinu þegar ósköpin dundu yfir. Reyndar af því Faxaflóahafnir (annað stórfyrirtæki borgarinnar) er komin í sambönd við eina af stærstu höfnum Kína.
x Hann er með ör í framan. Al Capone var líka með Ör í framan.
Ég sé ekki fleiri málefnaleg atriði, en þessi umræða heldur vonandi áfram.
En snúum okkur að tengdu máli, af hverju virðist svo sem allir hati okkur Framsóknarmenn? Erum við þessi holdgervingur siðleysis sem allir sem hugsa og tala um? Hefur Finnur Ingólfsson enn þessi svakalegu sterku áhrif á allan flokkinn. Finnur Ingólfsson er litríkur karakter, hann hætti sem ráðherra og varð Seðlabankastjóri (var það ekki síðasta embættismannaverk hans? Eins og Dabba) Svo hætti hann því og keypti Búnaðarbankann með öðrum á svipuðu verði og Björgúlfarnir Landsbankann (þeir fengu reyndar afslátt). Hann varð svo á einhverjum tímapunkti forstjóri Vís. Svo hefur hann á undraverðann hátt verið lykilspilamaður í Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga, fyrirtæki sem allir héldu að hefði verið lagt niður og var í raun í eigu allra sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum en hann og aðrir merkir menn stjórnuðu í skjóli þess að þeir höfðu mætt á fundi. Hvað er annars að frétta af því máli, átti ekki að greiða út einhvern helling? Núna hefur Finnur Ingólfs stundað fjárfestingar, tapaði helling á Icelandair, á hlut í verkfræðiskrifstofu og fullt af öðrum fyrirtækjum. Eignatengsl Finns er hægt að rekja til flestra fyrirtækja á Íslandi ef menn vilja. Svo er Finnur með leiðinlega rödd, það er algjörlega óásættanlegt. En Finnur er Finnur og Framsóknarflokkurinn er Framsóknarflokkurinn. Rétt eins og Árni Johnsen er persónulegur harmleikur og Sjálfstæðisflokkurinn er Sjálfstæðisflokkurinn.
Já já gaman gaman...
Björn Ingi: Alls ekkert skipbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.