Til hvers eru fangelsi?
Fimmtudagur, 25. október 2007
Mér finnst frekar erfitt að kyngja því að við þurfum á fleiri fangelsum að halda, er til svona mikið af fólki sem er óalandi úti meðal venjulegs fólk? Hvaða afbrot eru þetta helst?
Fíkniefnabrot: Persónulega finnst mér að þeir sem gerast sekir um að flytja inn, selja og neyta eiturlyfja hafi ekkert í fangelsi að gera. Er líka svo gott að safna öllu þessu liði saman svo það geti kynnst betur í rólegheitum og haldið áfram að reyna að meika það í bransanum eftir vistina?
Ofbeldisverk (innbrot, morð, barsmíðar, nauðganir og svívirðingar): Hvernig endurhæfir/hefnir samfélagið sér á svona mönnum? Geyma þá í fangelsi? Ég veit það ekki, hvað segja fræðingarnir?
Auðgunarbrot: Bersýnilega með því að skylda menn til að sinna samfélagsþjónustu? Bæði bætir og refsar.
Hvað annað? Allavega finnst mér að það vanti heilstæðari umræðu um þessi mál áður en menn fara að rífast um hvort fangaverðir eigi að vera úr Reykjavík eða utan af landi.
Lýsa yfir stuðningi við áskorun fangavarða á Litla Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.