Vandræðalegur Vilhjálmur

Vandræðalegt

Já já já - að horfa á kastljósið í kvöld er eins og að horfa á vandræðalegan raunveruleikaþátt.

Hvað er málið með Vilhjálm, mann sem var Borgarstjóri, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga og fleira í mörg mörg ár. Hann er gersamlega útúr kortinu. Ég vona að Vilhjálmur sjái sér sóma í því að bakka útúr þessu og segja af sér sem fyrst.

Sjálfstæðisflokkurinn er væntanlega nýbúinn að gera uppkast að yfirlýsingu, hún mun hljóma eitthvað á þessa leið.

"Vilhjálmur gerði mistök, hann hefur nú axlað ábyrgð á því ólíkt öðrum svikurum. Þetta er persónulegur harmleikur Vilhjálms og Sjálfstæðisflokkurinn stendur keikur. Við munum veita nýjum meirihluta allra hinna flokkanna aðhald það sem eftir er kjörtímabilinu. kv, Gísli Marteinn"

Eins og þeir gera svo oft í svona tilvikum.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband