Hvað er næsta skref?

Mér sýnist þessi skýrsla nefndarinnar kalla eftir svörum frá almenningi varðandi þrjú atriði.

1. Hversu langan tíma vilja menn á sérleyfi á hverri auðlind?

2. Hversu hátt gjald vilja menn á sérleyfi og eða arði af hverri auðlind?

3. Hvernig á auðlindasjóður að vera notaður?

Hver og einn einstaklingur þarf að gera það upp við sig.

Sjálfum finnst mér:

1. Mitt á milli þess sem kemur í veg fyrir skyndigróða og eyðileggingu af of stuttum nýtingartíma sérleyfa og ekki svo löngum að raunverulegt vald yfir auðlind hverfi frá ríkinu til einkaaðila.

2. Nægilega hátt svo tekjur ríkisins af auðlind standi undir rekstri samfélagslegrar þjónustu og uppbyggingar auðlindasjóðs og ekki svo hátt að raunverulegur rekstrargrundvöllur (metinn af þriðja aðila) hverfi.

3. Auðlindasjóð á að nota til fjárfestinga erlendis og langtíma (með líftíma uppá +100 ár) fjárfestinga innanlands. Þetta er blanda af söfnun (eins og í Norska olíusjóðnum) og uppbyggingar en einungis á verkefnum sem skila menningararðs sem og fjárhagslegsarðs til komandi kynslóða. Svo sem innan menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar, byggðastefnu, sálfbærni og aðlögunarhæfni samfélagsins. Það nægir að horfa 100 ár aftur í tímann til að sjá hvað slíkur sjóður hefði hjálpað mikið í þessum málaflokkum hefði hann verið til staðar.


mbl.is Nýtingarleyfum verði úthlutað árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sjávarútvegurinn er nú aldeilis búin að skila sínu til Þjóðarinnar í gegnum tíðina og ekki laust við að manni finnist með þessari stefnu að það sé verið að taka rekstrargrundvöllinn í burtu frá þeim sem nennt hafa að stunda sjóinn og koma fyrirtækjum sínum áfram vegna dugnaðar og elju...

Að ætla að þessi vinstri Ríkisstjórn hafi vit á því að vita betur hvað hún er að gera í þessum málum en sjómenn og útgerðarmenn sjálfir er veruleikafyrring...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 13:44

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Já allt rétt sem þú segir, þetta er undirstöðuatvinnugreinin. Mikið er ég ánægður með að við séum sammála um að ekki eigi að taka rekstrargrundvöllinn frá þeim sem stunda sjóinn. Sjómenn eiga allt gott skilið fyrir sitt mikla framlag, mikil synd sjómannaafsláttur sé dottinn upp fyrir.

Ríkisstjórnin veit sjálfsagt ekki meira um málefnið en hagsmunaðailarnir. Það er nú þannig að hagsmunaaðilar vilja vanalega engar breytingar á kerfi sem virkar fyrir þá og viðhalda mótstöðu í krafti betri þekkingar á málaflokknum.

Smálánafyrirtækin segja að unglingar eigi að vita betur en að taka við peningum á okurvöxtum. Bankarnir hafa verið á móti hverskonar fjötrum þrátt fyrir eyðilegginguna 2008. Útrásarvíkingarnir eru enn ólmir við að kenna öðrum um hrunið. ESB kennir Íslendingum og Færeyjingum um ofveiði sjávarfangs en vilja engu breyta í sínu kerfi.

Við skulum ekki styðja við hagsmunaaðila án þess að skoða hlutlaus gögn, stunda gagnrýna hugsun og umfram allt hugsa um hagsmuni heildarinnar.

Ég tók saman smá lista til að átta mig betur á hverju þú myndis vara spurningum mínum, þú lagar þetta til ef þetta passar ekki.

Svar þitt við spurningu eitt hlýtur þá að vera að raunverulegt vald yfir auðlindinni eigi að hverfa frá ríkinu til einkaaðila?

Við spurningu tvö, rekstur útvegsfyrirtækjanna stendur svo tæpt að minnsta kostnaðaraukning setur allan sjávarútveginn á hliðina?

Við spurningu þrjú, auðlindasjóður er blautur draumur öfundsjúkra manna sem á að kæfa í fæðingu?

Jón Finnbogason, 18.9.2012 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband