Íslensk framleiðsla?

Eru menn eitthvað tregir, hættið bara að eitra fiskinn.

Frá því ég man eftir mér hefur verið talað um hvað Íslenskur fiskur sé hreinn og náttúrulegur, hann er ekki hreinni en þetta.

Ég finn ekki fréttina sem þessi mbl færsla er unnin uppúr, það væri gaman að skoða hvaða rök eru fyrir þessu banni. Varla er þetta gert að gamni, umhverfis- og manneldissjónarmið hljóta að ráða för?


mbl.is Saltfiskmarkaðir í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Lestu utan á áleggið sem þú borðar dags daglega, kjúklinginn og ég tala ekki um forkryddað kjöt. Þar eru notuð þráavarnaefni ofl. Fosfat virkar eins og þráavörn í saltfiski með því að binda lausar jónir, s.s. járn ofl. efni sem hvata niðurbrot og skemma vöruna.

Við útvötnun fyrir eldun skolast megnið af saltinu og fosfatinu út, saltið fer úr 20% í 2% og fosfatið fer út í líku hlutfalli, úr ca. 4% í 0,4% (sem er reyndar nálægt náttúrulegum fosfatstyrk fiskvöðvans).

Ég skil því ekki í hverju eitrunin er fólgin. Ef einhver borðar óútvatnaðan saltfisk er saltið meira eitur í þessum styrk en fosfatið.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.12.2010 kl. 09:45

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fáfræði er hættuleg.. við höfum einstaklega fáfróðan sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra..

tek undir með Sindra hér að ofan.

Óskar Þorkelsson, 14.12.2010 kl. 10:30

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Sindri, þó fólk borði mat án þess að lesa sér til um innihaldið, þýðir það ekki að fólk vilji hafa innihaldið eins og það er.

En forvitnilegt þetta með 4% fosfat innihald í saltfisk, hvaðan er sú tala fengin?

Einhver ástæða er fyrir því að EFTA bannar fosfat í fiski.

Jón Finnbogason, 14.12.2010 kl. 12:15

4 identicon

Þetta er viðurkennt skaðlaust efni af rannsóknarstofum,sem er í mörgum matvörum eins og skinku,kjúklingum, Coca Cola og frosnum fiskafurðum og yfir 40 vöruflokkum til viðbótar. Vandamálið er það að saltfiskur var ekki settur inní reglugerðina yfir vöruflokkana sem mátti sprauta með fjölfosfat á sínum tíma, vegna þess að það var ekki byrjað að sprauta saltfisk þá. Einnig vantar Norðmönnum markað fyrir sín flök eftir að kvótinn var aukinn hjá þeim og þarna reyna Norðmenn að ná markaðinum af okkur á suður Spáni með aðstoð EFTA (ESA) að mér er sagt. Ég hef borðað sprautaðan saltfisk og er enn á lífi og hann bragðast nákvæmlega eins og ósprautaður fiskur. Það er ekki öll vitleysan eins og þarna er verið að glíma við reglugerðarkalla.

Helgi 14.12.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Blandan sem er notuð við sprautunina er oft 4% og þaðan kemur talan. Þetta er ekki nógu skýrt hjá mér að ofan, því að það er sprautað saltpækli + fosfati. Við útvötnunina verða að algeru hámarki 0,4% eftir, miðað við að allt fosfatið sem notað var verði eftir í fiskinum og allt vatnið fari í hann aftur(sem það gerir ekki).

Sindri Karl Sigurðsson, 14.12.2010 kl. 13:19

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér finnst menn vera að missa af því hvers vegna efni til að binda vatn í afurðunum og í raun að selja vatn sem fisk. Lyfta nýtingunni á hráefninu upp á við með svindli.

Þess vegna er gott mál og þáttur í neytendavernd að banna fosfatið. Ég sem neytandi er að kaupa fisk þegar ég kaupi fisk, ekki vatn. Það drekk ég úr krananum aðallega.

Theódór Norðkvist, 14.12.2010 kl. 20:36

7 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Vatnsinnihald fisksins fer eftir því hversu lengi hann er verkaður í salti en ekki hverju er sprautað í hann!

Og þessi fossföt eru aðeins notuð í verknun fisksins, þau eru ekki í vörunni þegar hún er tilbúin hjá neytenda!

Daði Hjálmarsson, 14.12.2010 kl. 23:05

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er þetta ekki sama fosfatið og byrjað var að nota í rækjuvinnslu fyrir um 30 árum síðan? Það hét natríum-trípólífosfat og ég veit til þess að tilgangurinn með því var að binda vatnið í rækjunni og auka nýtinguna. Hafði reyndar líka þau áhrif að auðveldara var að pilla hana, skelin losnaði betur af í vélunum.

Ertu viss um þetta síðasta? Það passar ekki við það sem formaður íslenskra saltfiskframleiðenda segir (kemur fram í fréttinni:)

Við höfum selt saltfisk sem inniheldur þessi fosföt til Spánar, Ítalíu og Grikklands til að varðveita upprunaleg gæði og lit hráefnisins.

Theódór Norðkvist, 14.12.2010 kl. 23:17

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fann strax frétt með einfaldri netleit sem staðfestir þetta sem ég er að segja.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/27/nota_afskurd_og_vatn_til_ad_drygja_fiskinn/

Með því að bæta afskurði, vatni og fosfati í fiskflök má drýgja þau um 20% og þar með auka verðmæti þeirra. Tæknin sem beitt er við þessa nýju aðferð í matvælaiðnaði er íslensk. Neytendur eru blekktir, segir norska Neytendastofan. Málið var til umfjöllunar í norska fréttaskýringaþættinum Brennipunkti í norska ríkissjónvarpinu, NRK í gærkvöld.

Upp komast svik um síðir. Viðbrögð saltfiskframleiðenda verða að skoðast í ljósi framanritaðs.

Theódór Norðkvist, 14.12.2010 kl. 23:35

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Theódór, mig langar rosalega til að segja þér hversu vitlaus þú ert.. en ætla að sleppa því, af einni ástæðu.. og hún er að þú bara veist ekki betur.

Ef þú setur ferska rækju ámarkað.. veiðir hana vestur í djúpi.. landar henni, vinnur hana.. og ætlar að selja hana sem "ferska" afurð.. hvað er geymsluþolið á rækjunni ?  ég þori að veðja aleigu minni á að þú hefur ekki hugmynd um það. 

Hvernig helduru að bragðið af rækjunni fersku sé eftir 4 daga? eða 6 daga ?

ok förum í saltfiskinn..

fólk vill hvítan, bragðgóðan og safaríkann saltfisk.. það vill EKKI gulan, þurran og tætlulegan saltfisk.

Hvað gerir framleiðandinn þegar markaðurinn vill ekki framleiðsluna hans.. lokar hann draslinu og fer bara að gera eitthvað annað ?  ó nei.. hann svarar markaðnum með vöru sem markaðurinn vill.

Ef svarið er polufósfat.. þá notar framleiðandinn pólífósfat því það er ekki bannað og það er ekki eitrað. 

Hvað er þá vandamálið ? 

Jú, norskir fiskframleiðendur geta ekki jafnað gæðin í íslenskum saltfisk og væla og væla þar til einhver fer og klagar í EFTA.. hverjir eru EFTA ?  jú noregur ísland luxemburg og sviss (síðast þegar ég taldi)

Hvað ætli mörg þessara EFTA ríkja hafi sjávarútveg ?  þau eru 2.. ísland og noregur.  Hver er a ðvinna samkeppnina um saltfiskinn ?  svar : Island. 

Afhverju er ísland að vinna samkeppnina ?  það er vegna þess að íslenskir saltfiskframleiðendur notfæra sér nýjustu tæknina og bestu aukaefnin við sína framleiðslu.. 

Hver tapar á þessari kæru ?  íslendingar

Hver stendur á bak við kæruna ?  noregur

Afhverju er þessu ónytjungur, hann Jón landbúnaðarsjávar að skipta sér af þessu ?  það er vegna þess að hann er haldinn sjálfseyðingarhvöt.. og hann vill taka þjóðina með sér í sinn fúla pytt.

með kveðju frá noregi.. 

Skari píla

Óskar Þorkelsson, 14.12.2010 kl. 23:41

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar ég veit að fosfatið var notað í rækjunni til að hífa upp nýtinguna, vegna þess að ég var tengdur inn í iðnaðinn. Þú virðist ekki heldur hafa lesið fréttina sem ég vísaði til (smella hér til að sjá hana.)

Þú virðist trúa skýringum fiskframleiðenda að Norðmenn (núverandi landar þínir) séu bara öfundsjúkir af því þeir séu að tapa í samkeppni við litla Ísland, sem sagt þeirra málflutningur litist af hagsmunum, en talar eins og íslenskir fiskframleiðendur láti ekki stjórnast af sínum hagsmunum í því sem þeir segja. Allavega auglýsa þeir ekki mikið vatnsbindingareiginleika fosfatsins, skiljanlega.

Þannig að ég velti því mikið fyrir mér hvor okkar er vitlausari, ef þú vilt að umræðan snúist um gáfnafar þeirra sem tjá sig.

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 00:22

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil síðan bæta við að fiskafurðir voru fluttar út áður en fosfatsaðferðin var fundið upp sem var í kringum 1980-83. Það hefði ekki verið hægt ef þær hefðu strax skemmst í stórum stíl.

Er reyndar ekki að segja að ekki ætti að mega setja fosfat í litlu magni í fiskafurðir. En þegar ég var að vinna í rækjunni fór a.m.k. einn 20-30 kílóa poki af því í hvert 500 lítra kar, þannig að það var ekki lítið.

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 00:27

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vatnsbindieiginleikar fosfatsins gera það að verkum að fiskurinn er FERSKUR á bragðið og gómsætur þegar hann er kominn á borð neytenda.. skiluru þetta ekki Theodór ?

Óskar Þorkelsson, 15.12.2010 kl. 00:27

14 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Þú ert á mikklum villigötum Theódór en þetta er ekki sama fossfat og notað var í rækjunni og eins og ég hef lesið í þessari umræðu þá er það um 4% styrkur af þessu fosfóri í saltpæklinum sem sprautað er í fiskinn. Semsagt í mjög litlum mæli, þú varst að benda á að Íslendingar hafi selt fiskinn svona út en hann er ekki tilbúinn til að vera étinn, hann er nánast eitraður útaf öllu saltinu sem er í honum, þá er hann útvatnaður og fosfötin fara úr fisknum við það og því borðar enginn þessi auka efni.

Til að þyngja vöruna þá varst þú að benda á allt annað en fossfötin en það er þegar fiskmarningi er sprautað í fisk og það veldur mikilli þyngdaraukningu, það er ekki bannað og enginn hefur kvartað unand því!

Að sjálfsögðu skemmist saltfiskurinn ekki þótt þessi efni séu ekki notuð við framleiðsluna, fiskurinn verður bara gulari og fólk vill ekki borða hann.

Ég hef sjálfur farið til spánar og búið það í skamman tíma og tók eftir því að kaupendur vilja hvítan fisk en ekki gulan!

Daði Hjálmarsson, 15.12.2010 kl. 00:37

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar minn, ég geri mér fulla grein fyrir því. Faðir minn var sennilega fyrsti maðurinn á Íslandi til að nota fosfat í sjávarútvegi.

En það hefur líka þessa aðra aukaverkun sem ég nefndi.

Ég er sannfærður um að við erum hvorugir það vitlausir að við skiljum ekki að efnið gerir þetta tvennt.

Eina spurningin er hvor ástæðan vegur þyngra í þeirri ákvörðun að nota fosfatið. Ég tel að aukin þyngd og þar með meira verð fyrir afurðina ráði mestu um það. Þú virðist telja að efnið sé bara notað til að gera fiskinn hvítan og ferskan.

Ef verið er að banna það hlýtur fiskvinnslan að geta verið. Varla er sjávarútvegsráðherrann það vitlaus að ganga ekki úr skugga um það, þó deila megi um ágæti stjórnmálaskoðana hans.

Fosfat er ekki talið hættulegt í litlum skömmtum en í Brennipunkti í gær kom fram að það væri ekki leyfilegt að nota það til að drýja matvæli. Efnið er einnig notað í kjötiðnaði. Það er m.a. kallað fegrunarlyf matvælaiðnaðarins, því það getur fengið gamlan fisk, eða gamalt kjöt, til að líta út fyrir að vera ferskur.

Úr fyrrnefndri frétt. Þegar við verðum orðnir gamlir karlar geta snyrtivörur og lýtalæknar látið okkur líta út fyrir að vera tvítugir, en við verðum áfram jafngamlir. Sama með fosfatið.

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 00:41

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef verið er að banna það hlýtur fiskvinnslan að geta verið án þess.

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 00:42

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Yfirsást svar Daða þar sem það kom líklega um leið og ég sendi mitt. Ábending móttekin um að annað fosfat er notað í fiski en rækju er móttekin, skal ekki rengja það. Daði kallar það síðar í svari sínu fosfór, sem hlýtur að vera ritvilla, því það efni er sannarlega hættulegt, þræleldfimt.

Enn verð ég að vitna í fréttina margívitnuðu (leturbreytingar mínar:)

Fiskafskurður, sem annars færi í ódýrar fiskibollur, væri sprautað í fiskflök ásamt vatni og fosfati, efni sem hefur þann eiginleika að binda vel vatn.

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 01:00

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Theódór Norðkvist, 15.12.2010 kl. 01:04

19 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Þetta átti að vera fosfat, þetta var ritvilla hjá mér. En fiskmarningur sem sprautað er í flök er allt annað mál en notun fosfata, að sprauta fiskmarningi er mjög óalgengt hér á íslandi og verður í áfram leyft.

Fösfötin eru ekki notuð til þyngdar aukningar heldur notuð til þess að gera fiskinn fallegri svo hann seljist.

Og að sjálfsögðu getur fiskvinnslan verið án þessa efnis en það mun koma mjög hart niður á Íslendingum ef bara við notum ekki efnið! Þetta efni verður áfram leyft annarsstaðar í heiminum í saltfiski.

Ég tel að þessi frétt sem fjallar um að nota gamlan fisk sé mjög léleg, því fosföt seinka þránun fisksins. Þau láta gamlan fisk ekki líta út fyrir að vera nýjann.

Daði Hjálmarsson, 15.12.2010 kl. 12:45

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sé að Egill Helgason hefur bloggað um þetta mál. Margt athyglivert sem kemur fram þar.

http://silfuregils.eyjan.is/2010/12/15/naudbeygdur-radherra

Síðan hvet ég alla til að lesa þessa stórgóðu úttekt Stefáns Gíslasonar, umhverfisstjórnunarfræðings með meistaragráðu í faginu.

http://stefangisla.wordpress.com/2010/09/16/ologleg-fosfot-i-saltfiski/

Hann segir frá því að Karl Sveinsson fiskverkandi á Borgarfirði eystra hafi neyðst til að segja upp fólki því hann hafi ekki verið samkeppnishæfur af þeim orsökum að hann vildi ekki taka þátt í fosfatsvindlinu.

Hann bendir á að reglugerð ESB kveður skýrt á um að ekki er heimilt að nota fjölfosföt í ferskan eða saltaðan fisk, en heimilt er að nota fjölfosföt í frystan fisk og fiskafurðir. Undantekningalaust þá er skylt að merkja aukefni ef þau eru notuð. (Úr reglugerðinni.)

Tel nokkuð ljóst að talsmenn vörusvikanna hafi ekki góðan málstað að verja og beiti fyrir sig lygum. Vatn er vatn og fiskur er fiskur. Ef menn vilja selja vatn eiga þeir að selja það sem vatn, ekki sem fisk.

Theódór Norðkvist, 16.12.2010 kl. 00:43

21 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Nú segir þú að fiskverkandi á Borgarfirði eystra hafi neyðst til að segja öllum upp og hætta afþví að hann var ekki samkeppnishæfur. Er ekki möguleiki að það muni gerast fyrir alla saltfiskverkendur hér á landi núna eftir að þetta hefur verið sett í lög?

Efnið er áfram leyfilegt í Færeyjum og Danmörku. Þessi þyngdaraukning er ekki það sem skiptir máli því hún er ekki veruleg. Það sem skiptir megin máli um vatnsinnihald saltfisks er hversu lengi hann liggur í salti!

Ég get nú líka alveg sagt þér að neytendur eru ekki heimskir og þeir kaupa fisk með því vatns innihaldi sem þeir vilja! Saltfiskur með mismunandi vatnsinnihaldi selst á mismunandi stöðum!

Daði Hjálmarsson, 16.12.2010 kl. 08:32

22 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru nota nota þessi efni en gæti ekki verið að þeir sem gerðu það væru að því af afþví að þeir verða að gera það til að geta selt fiskinn?

Væri ekki bara best að hafa sömu reglur á nágrannalönd okkar í þessum málum en Danir og Færeyingar ætla að bíða eftir ákvörðun ESB um hvort þetta efni verður leyft!

Daði Hjálmarsson, 16.12.2010 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband