Einungis 6%, slappt
Þriðjudagur, 16. nóvember 2010
Við þurfum að herða okkur!
Í CBS í Kaupmannahöfn er hlutfallið "einungis 13%" og áætlanir uppi um að fjölga þeim markvisst næstu árin. Það er pressa frá stjórn skólans að þetta hlutfall verði komið uppí 20% innan fárra ára. Ástæðan er fyrst og fremst fjárhagsleg ásamt því að talið er að gæði náms muni aukast með meiri kröfum ferðandi nemenda.
Svipuð umræða er hér í CBS um enskunotkun í skólanum á kostnað dönskunnar. Þetta er orðið þannig núna að vel og skilmerkilega er skilið á milli náms á ensku og náms á dönsku í öllu kynningarefni og innra starf skólans hefur líka orðið fyrir áhrifum af þessu. En bakendinn og öll skriffinskan er einungis á dönsku og þar er meðvitað reynt að halda enskunni úti.
Það sem háskólasamfélagið gerir varðandi þessa þróun næstu árin mun hafa mikil áhrif á þróun háskólastarfsins. Loka skólum eða stækka!
Fagna umræðu um nám á ensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.