Hvaða leiðindi?
Laugardagur, 6. mars 2010
haha þetta er slappt. Ekkert kosningasjónvarp? Hvert á maður að fara á kosningavöku? Þarna er tækifæri fyrir einhvern að græða helling af pening!
En að efninu
Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins og í stað þess að vera með eða á móti eru menn búnir að búa til einhvern súkkulaði leik útúr þessu. "Þessi kosning skiptir engu máli því lögin eru handónýt". Meiraðsegja Ríkissjónvarpið spilar með.
Ég spyr þá bara eins og fávís #$%#%/& - fyrst lögin eru svona handónýt af hverju þurfti þá að keyra þau í gegn?
Það var eins gott fyrir fólkið í landinu að Forsetinn vísaði lögunum í þjóðaratkvæði. Annars hefði þessi vilji allra ekki komist upp á yfirborðið. Menn gætu enn notað heitupottavörnina og sagt að ríkisstjórnin hefði erft þetta erfiða mál og klárað það eftir "bestu getu".
Þessi "besta geta", eins og við vitum núna var í besta falli kæruleysi og áhugaleysi gagnvart þessu máli yfirhöfuð er ekki lengur í myndinni. Lögin eru og voru alltaf handónýt og það eina sem eftir stendur er að allir sem greiddu atkvæði með þeim hafa verið gripnir í lygi.
Hvað ætla menn svo að gera ef lögunum verður ekki synjað? Er þetta aftur orðið að bestu mögulegu niðurstöðu í þessu erfiða máli sem fyrri ríkisstjórnir skildu eftir? Það kæmi mér ekki á óvart ef þannig hljómaði "hin" fréttatilkynningin sem útbúin hefur verið í stjórnarráðinu. Þ.e.a.s ef menn hafa lært eitthvað af klúðri stjórnarráðsins í byrjun árs í tengslum við synjunar staðfestingar Forseta. Ef ekki er ekki til nein fréttatilkynning og engin formleg viðbrögð hafa verið undirbúinn þegar fyrstu tölur koma. Mér finnst líklegra það verði staðan klukkan 22:30 í kvöld.
Aukafréttatímar í stað kosningavöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.