Færsluflokkur: Bloggar

Naglasúpa

Á þessari upplýsingaöld virðist einungis vera hægt að skila daglegum tölum um hlutabréfaverð og gengisvísistöluna, bara þessa tvo hluti! Eins góðar og upplýsandi sem þessar tölur eru þá eru þær vægast sagt takmarkandi þegar fólk þarf nauðsynlega betri innsýn inn í orsakirnar. Í raun eins stór hluti af heildinni og naglinn skipar í Naglasúpunni.

 

Hvað með að dæla út stöplum og línuritum um undirliggjandi þætti, eins og þann sem réttlætti kaupin á Glitni? Það væri ekki úr vegi á þessum síðustu og verstu að sýna t.d. þessar tölur uppfærðar á hverjum einasta degi. 

 

  • Fjármögnunarþörf - Hversu mikil er hún á næstunni hjá bönkum og fyrirtækjum í landinu? 
  • Afskriftir - Hversu stórt hlutfall lána þarf að afskrifa? 
  • Heildarskuldir - Hversu mikið skuldum við? 
  • Krónubréf - hvenær eru gjalddagarnir á öllum útistandandi bréfum? 
  • Innflutningur / Útflutningur - Hversu mikið flytjum við inn/út á hverjum degi?
Þar sem traust viðskiptalífsins á Íslandi er takmarkað um þessar mundir, verðum við að sýna tölur ef við eigum að eiga möguleika á því að búa það til á ný. Gott dæmi um hvað góð framsetning getur gert er nýja fjárlagafrumvarpið, maður sér hverskonar rugl er í gangi hjá ríkinu í rauðum stöplum, afar hentugt. 
 
Kæri embættismaður/excel nörd það er kominn tími á aðgerðir.

 


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefur fengið gott Rush síðustu daga!

Farinn að sakna lífs ákvarðana og valda?


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfæra álagsprófið?

Það er kannski kominn tími á það að FME uppfæri hjá sér álagsprófið og aðrar viðmiðanir til að meta styrkleika bankanna.

Þegar þjóðnýtingarfréttir geta komið með jafn skörpum hætti og í dag getur maður ekki annað en hugsað um til hvers eftirlitskerfið sé eiginlega.


mbl.is Álagsprófið tekur ekki til lausafjárstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fer í stjórn?

Vonandi tekur ríkið þetta af alvöru og setur inn alvöru menn í stjórn bankans til að tryggja arð af þessari fjárfestingu.
mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME stöðvar viðskipti með Glitni

http://visir.is/article/20080929/VIDSKIPTI06/59080448 
mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ú úú... tölfræði

Skemmtileg frétt, samantekt á hvað kostar að setja krakka í skóla.

Það væri samt ekki verra ef fréttin væri sett í samhengi við af hverju hún fær eigin færslu?


mbl.is Hver grunnskólanemandi kostar sveitarfélög 1 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur markaður með Tóbak

Jæja, vantar okkur meiri smyglvarning og lögregluumsvif í samfélaginu?

Held það sé betra að styrkja forvarnir eins og gert hefur verið undanfarna áratugi, tóbaksreykingar hafa minnkar umtalsvert. Spurning að skoða hvað hafi valdið því og gera meira af þessháttar aðgerðum.

Svona skyndilausnir gera ekkert annað en hringla að óþörfu í annars góðri þróun.


mbl.is Tóbak verði aðeins afgreitt gegn lyfseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Lögreglustjórafélag Íslands til?

Áhugavert félag með enga heimasíðu og finnst einungis í fréttum fjölmiðla á google. Er þetta félag til? 

Já -

- Samvkæmt Firmaskrá http://www.firmaskra.is/search.aspx?cat=56479 er það til, skráð til hemilis á Lambalæk, 861 Hvolsvelli. Nánar tiltekið á heimili sýslumanns. Kennitala 421007-0200 svo það var stofnað fyrir minna en ári síðan.

 

Nei -

- Samkvæmt http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=290&module_id=210&element_id=1024 er Lögreglustjórafélag Íslands ekki starfsmannafélag.

- Enginn sími skráður samkvæmt símaskránni http://ja.is/simaskra?q=Lögreglustjórafélag+íslands

- Samkvæmt Google er Lögreglustjórafélag Íslands ekki til

 

Ekki það ég dragi ályktun félagsins í efa, þá eru félög vanalega stofnuð til að koma fram fyrir fyrirfram ákveðin hóp fólks. Ef svo er finnst mér vanta uppá smá bakgrunn fyrir þetta félag svo maður geti vitað að þetta félag sé í raun og veru málpípa allra lögreglustjóra landsins.


mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Rammaáætlunin?

Hvað er að frétta af vinnu við Rammaáætlun stjórnvalda varðandi virkjanakosti landsins? http://www.idnadarraduneyti.is/malaflokkar/jardraenar-audlindir/te/Rammaaetlun/ og hér http://www.os.is/page/rammi2. Hér má sjá framvinduskýrslu frá árinu 2007 þar sem segir að lokaskýrsla ætti að berast í sept-des 2008, http://www.os.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/1/swdocument/17042/Framvinduskyrsla.+Lokagerd.pdf.

Það verður að skoða einstaka virkjanakosti heildstætt svo fólk geti farið að mynda sér skoðanir byggða á raunveruleikanum. Upplýsingaflóðið sem fjölmiðlar kynna með reglulegu millibili um einstaka fossa kynda einungis undir ruglinginn.

Er Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti til dæmis á þessum lista http://www.os.is/page/ald_orkuaudlindir Orkustofnunar?  Þar segir t.d. Virkjanir í "Skjálfandafljóti: Virkjun niður í Bárðardal. Efst er virkjun með litlum miðlunarlónum við Fljótshaga og sunnan Fljótshnúks. Neðar virkjun frá lóni við Hrafnabjörg með frárennsli í Mjóadalsá. Ekki er hér gert ráð fyrir að nýta Íshólsvatn sem inntakslón eins og í fyrri áætlunum."

Ég er til í að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu, verður að vera rafrænt í gegnum internetið, um í hvaða röð virkjanakostir skuli virkjaðir.

Hér eru til dæmis skemmtilegar myndir.

Jarðhiti landsins

 

Mögulegar Vatnsvirkjanir

 


mbl.is Krafturinn í fórum þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru forgangsatriðin?

Greiningadeildin stækkar, efnahagsbrotadeild minnkar.

Hryðjuverk á Íslandi eru lítil sem engin, efnahagsbrot á Íslandi eru daglegt brauð.

Af hverju er þessi órökrétta þróun að eiga sér stað? Erum við að verða svona heimsk? Af hverju viljum við hafa þetta svona?


mbl.is „Virðingarleysi fyrir málaflokknum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband