Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Vonandi eru menn í góðri þjálfun

Fyrir svona Vodka ferð, rússarnir eru með sína bestu menn í þessum viðræðum. Menn með tvö lifur og miklir rútar.

Svo verða menn líka að halda vel út í kvöld á klúbbunum, síðastir heim og fyrstir á fætur.

Eftir 2-3 daga verða menn svo kynntir fyrir þeim sem raunverulega ræða við þá, þá má ekki vera búinn með þolið.


mbl.is Góðar viðtökur í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann saknar sviðsljóssins

Hræðileg tilraun til að fá fría umfjöllun.
mbl.is Ringo áritar ei meir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fá sér bara annað vegabréf

Ef íslenska vegabréfið er svona mikill þrándur í götu Björgólfs Thors, að hann þurfi að selja stöndugar eignir. Væri ekki best hann fengi sér annað vegabréf svo hann þurfi ekki að þjást?
mbl.is Ekki neyðarsala á Elisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef satt reynist...

Ef satt reynist er hér uppi mun alvarlegri staða en ríkisstjórnin hefur látið skína í.

Er við getum ekki greitt þessa skuld, sem virðist vaxa með hverri frétt, stendur núna í milljörðum € eru einu leiðirnar sem okkur eru færar að endurfjármagna okkur, sækja um greiðslufrest og greiðsludreifingu.

Það leysir engan vanda og skellir skuldinni einungis á næstu kynslóðir.

Það virðist stefna hratt í þjóðnýtingu allra framleiðslutækja landsins, því ef það er ekki gert munu almannatryggingar, heilbrigðisþjónustan og ríkisvaldið sjálft þurfa að láta undan erlendum lánadrottnum.


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnkar framleiði rafmagns útaf krónunni?

Veik staða krónunnar á ekki að skipta neinu máli í orkuframleiðslu, það eru ennþá jafnmikill kraftur í núverandi og mögulegum virkjunum.

Það væri slappt ef rennsli og hiti neðanjarðar minnkaði þegar krónan tæki dýfu.


mbl.is Orkuútrásin heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgðin er = ??.000.000.000 €

Mér sýnist ríkisábyrgðin af ICE SAVE bara í Hollandi og Bretlandi nema 7 milljörðum Evra. Hversu mikil er hún á öðrum markaðssvæðum?

Eru eigur Landsbankans ekki góðar uppí neitt af þessu? Fellur öll ábyrgð á skattborgara?

Eins gott við erum búin að reka Fjármálaeftirlit öll þessu ár, hvar værum við án þess?


mbl.is Ábyrgjumst 600 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin að næla sér í bita

Af hverju er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra skipaður formaður stjórnar Nýja Glitnis?

Eru menn ekki með neina siðferðiskennd? Það síðasta sem við þurfum núna er að fólk hafi ekki fulla trú á aðgerðunum og tengi þær við flokkapólítík.

Við þurfum fagmenn í þessar aðgerðir.


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskýrt viðtal

Þegar menn taka viðtöl verða þeir að greina á milli lélegra fjárfestinga og hættulegra fjárfestinga. Lélegar fjárfestingar hafa áhrif á þá sem tóku áhættuna en hættulegar fjárfestingar hafa áhrif á þriðja aðila.

Egill hefði fyrst og fremst átt að einbeita sér að því sem hefur orsakað atburðarásina undanfarið. Í tilfelli Jóns er það ábyrgð hans á útlánum Glitnis til fyrirtækja í hans eigin eigu.


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega

Af hverju voru Bretar ad rugla saman thjoderni og ótengdum fyrirtækjum? Thessi gerningur ad taka yfir traustar eignir tharf ad rannsaka betur.

Vona ad thessi tillaga frá Gudna verdi framkvæmd.


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við gengum of langt.

Hverjum datt thad snjallrædi i hug ad bua til ICE SAVE reikninginn, reikning med íslenskri tryggingu. Meiradsegja Kaupthing bjo thannig um hnutana ad abyrgdin færi a Bretland.

Hversu miklir peningar eru a ICE SAVE og hversu mikid thurfum vid ad borga?

Thetta pex vid Brown lagast trui eg, thurfum bara ad nota tha utanrikisthjonustu sem vid hofum byggt upp


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband