Við erum ekki hvaða land sem er!

Við montum okkur af því að lögreglan beri ekki vopn, gerðum það allavega fyrir hrun. Sá tími þarf að koma aftur, ekki verða partur af fortíðinni.

Lögreglan er held ég orðin föst í þeirri skoðun að meiri tæki og tól tryggi betri almannafrið, mikill misskilningur að mínu mati. Það þarf ekki meira en fimm mínútna yfirlegu til að sjá að það stenst engan vegin.

Virðing valdhafa fyrir og traust til handa almenningi er nauðsynlegt til að tryggja almannafrið.


mbl.is Danskir bílar hluti af staðalútbúnaði lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hvers heldur fólk að óeirðabílar séu? Eru þeir til að aka á fólk eða eru kannski svona litlir hlerar á þeim og út koma vélbyssur til að brytja fólk niður? Það mætti halda það, miðað við viðbrögðin við þessari frétt. Þessir bílar eru eingöngu til að verja þá sem í þeim eru, lögreglumenn. Þessir bílar eru ekki einu sinni brynvarðir, þeir verja þó vel gegn grjótkasti og Molotovkokteilum, og dekkin eru gúmmí í gegn þannig að ekki er hægt að taka þá úr umferð með því að stinga á dekkin. Mega lögreglumenn kannski ekki vera með hjálma og í hlífðarbúningum þegar fólk mótmælir ófriðlega, er það alltof ógnandi? Núna á vormánuðum er lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu að fá öryggisvesti (vörn gegn stungu- og skotvopnum). Er það ekki bara gjöf frá sjálfum andskotanum?

BB 9.2.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Hugsum aðeins

Ef steinar hefðu lent á óreirðabílum hefðu bara fleiri fylgt eftir. Þegar steinar lentu á lögreglumönnum mynduðu almennir borgarar skjaldborg um lögreglumenn í óeirðabúningum.

Lögreglumenn verða að vita hvernig best og ódýrast er að tryggja almannafrið. Það er lágmarkskrafa.

Jón Finnbogason, 9.2.2009 kl. 14:21

3 identicon

Auðvitað fylgja fleiri steinar á eftir en það er betra að þeir lendi á dauðum hlutum en lifandi fólki. Lögreglan getur ekki bara krosslagt fingur og vonast til að fólk hagi sér vel og lögreglumenn geta heldur ekki vonast til að óvarðir almennir borgarar komi og myndi „skjaldborg“ sem er stórhættulegt og óábyrgt. Svo var þessi blessaða „skjaldborg“ ekki mynduð fyrr en undir lok seinni dagsins þegar lögreglumenn voru búnir að taka við öllum andskotanum og sjö þeirra höfðu slasast. Lögreglan hélt gríðarlega aftur af sér í þessum aðgerðum sem snerust eingöngu um vörn, aldrei sókn nema nauðsyn krefði t.a.m. var enginn handtekinn seinni daginn. Piparúða hafa ísl. lögreglumenn borið og beitt síðan 1992. Mörg hundruð manns þ.á.m. allir lögreglumenn hafa fundið fyrir áhrifum hans. Hversu margir eru látnir eða bíða þess aldrei bætur? Úðinn er til að gera fólk óvígt og það kemur í veg fyrir meiðsli við líkamleg átök til að lögreglan geti haldið uppi lögum og reglu.

En ég er sammála þér Jón Finnbogason varðandi eitt:  Hugsum aðeins

BB 9.2.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Auðvitað á lögreglan að vita einföldustu leiðina til að tryggja almannafrið. Hinsvegar þarf lögreglan líka að aðlagast aðstæðum hverju sinni og eftir allt sem búið er að gerast síðustu vikur kemur ekki á óvart að lögreglan vilji tryggja öryggið sitt. Breska lögreglan tók upp á því að ganga um með byssur þegar bankarán urðu nánast daglegt brauð fyrir um 30 árum í London. Ætla ekki að segja að íslenska lögreglan eigi að ganga með byssu, enda stolltur að íslenska lögreglan gangi óvopnuð. Hinsvegar skil ég vel að þeir velji frekar að kaupa varnir heldur en vopn.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 9.2.2009 kl. 15:40

5 Smámynd: Jón Finnbogason

Það er rétt að brynvarðir bílar eru varnarbúnaður, svipað og öryggisvesti.

En hvaða áhrif hefði það haft á aðstæður að keyra brynvarða bíla inn á Austurvöll?

Hefði lögreglan sloppið betur frá mótmælunum með því að sitja inni í bíl og reyna að róa mótmælendur í gegnum gjallarhorn?

Jón Finnbogason, 9.2.2009 kl. 15:54

6 identicon

BB, nákvæmlega hvað hefðu óeirðarbílar gert fyrir lögregluna þegar lætin voru mest? Veitt þeim öruggt skjól? Þeir höfðu öruggt skjól þegar þeir voru ekki búnir að stilla sér upp fyrir framan Alþingi og gera sjálfa sig að auðveldum skotmörkum smá hóps af kjánum sem notuðu mótmælendur til þess að hlífa sér. Það var ekki verið að veitast af þeim lögregluþjónum sem ekki höfðu stillt sér upp til þess að mynda "human shield" fyrir byggingar, og byggingar, rétt eins og bílar, eru dauðir hlutir, en ekki lögregluþjónar.

Garðar 9.2.2009 kl. 16:10

7 identicon

Að búa til frið með ofbeldi er mikill misskilningur, ofbeldi kallar á meira ofbeldi. Þannig er það bara.

Óeirðabílar, rétt eins og óeirðabúningar nema á stærri skala, gefa þau skilaboð til óbreyttra borgara sem og lögregluþjónanna sjálfra, að löggan sé að búa sig undir (miklar) óeirðir. Það hleypir blóði í alla hlutaðeigandi, og það getur hreinlega valdið hræðslu og panikki, sem getur aftur valdið því að menn gera e-ð´sem þeir myndu aldrei gera rólegir og yfirvegaðir.

Það sýndi sig strax þegar vörubílstjóramótmælin áttu sér stað, þessi sem gas-man varð frægur fyrir, að skildirnir og hjálmarnir kölluðu á að kastað væri í þá. Þegar óeirðasveitin stóð í öllum sínum skrúða og fengu reglulega í sig egg, plastflöskur og annað lauslegt, gátu samt óvarðir lögregluþjónar labbað framfyrir þá og dundað sér við að laga gula borðann án þess að nokkrum dytti í hug að kasta neinu í þá. Og það sem meira er, þeim datt það ekki í hug sjálfum og voru sallarólegir, því þeir vissu jafn vel og aðrir hvernig þetta virkar: 

ofbeldi kallar á meira ofbeldi!

Gunnar 11.2.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband