Hreinsum út

Ég er þess fullviss að við munum finna leiðina útúr þessu völundarhúsi mjög fljótlega. Þurfum bara að sætta okkur við að eyðileggja nokkur tré/veggi/álklumpa/flatskjái/jeppa og jafnvel setja í bakk. Svo maður slái um sig með e-u öðru en sjómannamálinu:)

Það er kominn tími á algera endurmenntun almennings þegar þessari orustu lýkur. Við erum gersamlega búin að kúka uppá bak, eins og góður maður sagði eitt sinn.

Bendi fólki á greinina hans Dr. Gunna í dag þar sem hann líkir ástandinu við þynnku Þjóðverja eftir Nasistana. Það er alveg á hreinu að eftirlit okkar með starfssemi útrásarvíkinganna var engin eða í mesta lagi til málamynda. Ég tala um almenning því það er lýðræði í þessu landi, en reyndar þegar öllu er á botninn hvolft eru það settir embættismenn sem í krafti þekkingar sinnar og stöðu eiga að hafa auga með viðskiptalífinu fyrir okkur. Þar af leiðandi eru það kjörnir fulltrúar okkar sem vonandi fá reisupassann eins fljótt og við náum að sannfæra þau um að mæta á starfsmannafund, kosningar.

En innlent ástand er einungis hluti af þeirri arfleið sem okkar verður minnst fyrir á hinum alþjóðlega vettvangi á næstunni. Því þrátt fyrir að bankar annarra landa stefni í þrot og svipuð lánsþurrð vari um allan heim, erum við eina landið sem búið er að missa nær alla bankana okkar. Þess vegna held ég að rétt sé að árétta að umræðuefni við útlendinga á næstunni muni í minna mæli snúast um bláa lónið og björk en þess í stað um....

1. Fyrst og fremst höfum við sýnt það og sannað að okkur er afar illa við skemmtisugur, við forðumst þær fram í lengstu lög. (Sérstaklega erlendar greiningardeildir og innlenda prófessora sem eru ekki í stuði, þó talað sé af af skynsemi)

2. Í annan stað höfum við ítrekað þann sögulega vilja okkar að reyna alltaf að fá sérmeðferð, jafnvel þó við þurfum að skipta um "vinahóp". (Samanber að neita aðstoð IMF sem mælst hefur verið til af valdamiklum "vinum" og leita annað)

3.  Í þriðja lagi er greinilegt að við trúum hvað hæst á að allt reddist og fari á besta veg einhvernveginn, þó svo eða vegna þess við höfum óhæfa menn í toppstöðum. 

4. Í fjórða falli er okkur nokk sama um að fjölmiðlunum sé stjórnað af sömu aðilum og ættu að vera til hvað mestrar umfjöllunar.

5. Í fimmta veldi er allt gott í hófi, það er óhófið sem fer með okkur. Sjáið bara allar helstu öfga skoðanir sögunnar t.d. Einveldi, Fasisma, Vöggustofu jafnaðarmennsku, Kommúnisma og Kapítalisma. Af því leiðir að miðjustefnu mun vaxa fiskur um hrygg á næstunni, í enn ríkari mæli en hefur verið. 


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband