Naglasúpa

Á þessari upplýsingaöld virðist einungis vera hægt að skila daglegum tölum um hlutabréfaverð og gengisvísistöluna, bara þessa tvo hluti! Eins góðar og upplýsandi sem þessar tölur eru þá eru þær vægast sagt takmarkandi þegar fólk þarf nauðsynlega betri innsýn inn í orsakirnar. Í raun eins stór hluti af heildinni og naglinn skipar í Naglasúpunni.

 

Hvað með að dæla út stöplum og línuritum um undirliggjandi þætti, eins og þann sem réttlætti kaupin á Glitni? Það væri ekki úr vegi á þessum síðustu og verstu að sýna t.d. þessar tölur uppfærðar á hverjum einasta degi. 

 

  • Fjármögnunarþörf - Hversu mikil er hún á næstunni hjá bönkum og fyrirtækjum í landinu? 
  • Afskriftir - Hversu stórt hlutfall lána þarf að afskrifa? 
  • Heildarskuldir - Hversu mikið skuldum við? 
  • Krónubréf - hvenær eru gjalddagarnir á öllum útistandandi bréfum? 
  • Innflutningur / Útflutningur - Hversu mikið flytjum við inn/út á hverjum degi?
Þar sem traust viðskiptalífsins á Íslandi er takmarkað um þessar mundir, verðum við að sýna tölur ef við eigum að eiga möguleika á því að búa það til á ný. Gott dæmi um hvað góð framsetning getur gert er nýja fjárlagafrumvarpið, maður sér hverskonar rugl er í gangi hjá ríkinu í rauðum stöplum, afar hentugt. 
 
Kæri embættismaður/excel nörd það er kominn tími á aðgerðir.

 


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband