Aukum útflutning

Leggjum gasleiðslu til Skotlands og seljum þeim vetni. Getur ekki einhver sett um viðskiptamódel?

Alveg hægt að nota vetni í staðin fyrir jarðgas.


mbl.is Ekki hagvöxtur fyrr en 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Mér þætti fróðlegt að vita hvað þú hefur fyrir þér að hægt sé að nota vetni í stað jarðgass.

Auk þess hlýtur að vera ódýrara fyrir Skota og aðra að nota gas sem þeir dæla sjálfir úr jörðu, fremur en að kaupa það af öðrum gegnum leiðslu yfir langan veg, auk þess að þurfa að greiða fyrir kostnað við að framleiða gasið.

Sigurjón, 17.9.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Ég veit ekkert um það hvort vetni nýtist, nema það brennur við svipaðan hita og gas og af hverju ekki? Það hefur enginn vísindamaður sagt það væri ekki hægt mér vitandi.

Svo er styst til Skotlands, þó þeir eigi mengandi afurð sjálfir. Við verðum að hugsa um umhverfið.

Vertu svo svolítið hress.

Jón Finnbogason, 17.9.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Sigurjón

Hitinn frá vetnisbruna er rúmlega 100°C heitari en frá própangasbruna.

Það hefur heldur enginn vísindamaður mér vitandi sagt að hægt væri að búa til geimflaug úr slökkvitæki, en það þýðir ekki að það sé hægt.

Það er styttra til Grænlands og Færeyja en til Skotlands.  Ef huxa á um umhverfið, væri nær að leggja rafmagn þangað.

Ég er eðalhress!

Sigurjón, 17.9.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Jón Finnbogason

Já góður punktur. Eru þessar 100 gráður nóg til að ekki sé hægt að nota vetni?

Vísindamenn.... það er kannski búið að finna upp allt sem verður fundið upp.

En varðandi nágrannana þá býr ekkert fólk á Grænlandi og Færeyjum samanborið við Skotland. Svo þeir eru eðlilegur markhópur.

Gaman að fá komment

Jón Finnbogason, 17.9.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband