"Hvar eru peningarnir?"

Mér sýnist ríkið vera í biðstöðu, eftir hverju er verið að bíða?

Það þarf að skipa ópólítískan Seðlabanka sem fyrst. Seðlabankinn ásamt ríkisstjórninni þarf að einbeita sér að því að:

  • Tryggja stöðugleika krónunnar.
  • Tryggja stöðugleika vísitölu neysluverðs.

Halda áfram með vinnu við að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð.

Bæta samgöngur bæði milli landshluta, bæja og landa.

  • Auka almenningssamgöngur á innan höfuðborgarsvæðisins og til úthverfa þess.
  • Byggja lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.
  • Gera strandsiglingar að raunhæfum flutningsvalkosti fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki.

Matvælaframleiðsla

  • Stórauka matvælaframleiðslu í gróðurhúsum með útflutning í huga.
  • Aðra Íslenskt, já takk herferð.
  • Lækka skatta á útflutningsfyrirtæki, þar með talda útvegsmenn og bændur.
  • Aðstoða bændur við að skrá lífræna framleiðslu og auka þannig söluverðmæti íslenskrar framleiðslu.

 Orka

  • Auka orkuframleiðslu, til að auka sérhæfða framleiðslu á fullunnum vörum til útflutnings.
    • Matvæla
    • Hlaða Duracell batterí
    • Sólarrafhlöður
    • Annað það er fólk kaupir núþegar í heiminum.

Nýsköpun

  • Það er gömul saga og ný að stórfyrirtæki framtíðarinnar eru sprotafyrirtæki fortíðarinnar. Ríkisvaldið þarf að styðja enn frekar að nýsköpun með því að efla nýsköpunarsjóð.

Sorp

  • Auka flokkun á sorpi til að endurvinna hráefni í aðra framleiðslu. Byrja á ruslatunnum eins og Þjóðverjar hafa þær, með mörgum götum.

Menntun

  • Sækja erlenda nemendur til að stunda nám hérlendis.

Sparnaður þjóðar

  • Bjóða fólki skattaafslátt ef ákveðin upphæð er sett í sparnað árlega. Gott fyrir eignastýringafyrirtæki og gott fyrir sparifjáreigendur.

Aflétta höftum

  • Leyfa framleiðslu fíkniefna hér á landi, sölu og neyslu. Færa verkefni lögreglunnar til brýnni mála. Aðrar þjóðir þyrftu reyndar að fylgja í sama mánuði til að forðast að Ísland verði pyttur heimsins.
Eða kannski getum við bara haldið endalaust áfram að bjarga Ísbjörnum...
mbl.is Sveiflur á gengi krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband