Tímaeyðsla?

Aumingja fólkið að þurfa að henda tugþúsunda virði (gef ég mér) af kókaíni út um glugga af því löggan var að stoppa þau.

Hvað er að gerast í baráttunni gegn neyslu fíkniefna? Einstaka fréttir af sendingum og sölu þessara efna er ekki til að uppræta vandann. Rót vandans liggur ekki í því að eitthvað lið ferðast um með kókaín í bílnum sínum heldur það að annað fólk vill kaupa kókaín og njóta þess.

Hverjir eru það sem brjóta af sér og raska almannareglu samfélagsins með fíkniefnum? Eru það framleiðendurnir, byrgjarnir, retail salarnir eða neytendurnir?

Þegar við höfum áttað okkur á því getum við farið að gera eitthvað í málinu.

Tökum til dæmis áróður gegn sígarettum og áfengisneyslu, þar dynja á okkur auglýsingar um hvað það sé ókúl og ógeðslegt að reykja og að maður eigi að neyta áfengis í hófi að mesta lagi. Mér finnst þessar auglýsingar virka. Á sama tíma eru fíkniefni í bíómyndum umvafin ljóma. Ef maður til dæmis horfir á kvikmyndir sér maður að allt ungt fólk í bandaríkjunum reykir mariuana. Spurning að taka um sömu baráttuaðferðir við fíkniefni?

Væri ekki líka betur komið fyrir skattpeningum okkar að lögreglan einbeitti sér að því að uppræta barnaklámhringi og ofbeldisverk? Í stað þess að stöðva lið á djamminu með of sterkan Vodka?


mbl.is Hvítt ský barst frá bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband