Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Afturhald

Hvað liggur að baki þessu?

Ég veit ekki með ykkur hin en ég sendi Guðfinnu tölvupóst til að komast að því hvort þetta sé opinber afstaða Íslands og ef svo er, af hverju er þetta opinber afstaða Íslands? Ef ég fæ svar mun ég birta það hér á síðunni.

Subjectið á tölvupóstinum var: Er ekki á allra vitorði að Sköpunarkenningin tilheyrir trúarbragðafræði?

Meira seinna...


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samskipti

Gærkvöldið fór í fréttalestur. Mikið gekk á í gær.

Þar sem ég er harður Framsóknarmaður er ég að sjálfssögðu ánægður með að báðir meirihlutar í Reykjavík slást um að vinna með Framsóknarmönnum. Leiðinlegt að Gísli Marteinn og Hanna Birna séu svona svekkt, þau hefðu getað haldið þessum meirihluta á lífi með því að stunda meiri samskipti beint milli manna en ekki í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég stunda nú nám um listina við Samskipti og Upplýsingastjórnun sé ég klárlega skort á öllu því sem á að tilheyra.

En varðandi þetta REI mál þá byrjuðu Sjálfstæðismenn að stofna fyrirtækið til að stunda áhættustarfssemi fyrir OR. Núna eru þær algerlega hættir við það og að sjálfssögðu var það aldrei meiningin:)

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft góða stefnu fyrir OR, sem hefur skilað Reykvíkingum góðu búi. Ég vona að þessi stefna sem Alfreð Þorsteinsson markaði með R-listanum fái að lifa áfram.

Önnur málefni eru í góðum gír, R-listinn fær að halda áfram með sín mál.

Ég bið bara til guðs að ég fái að missa af pólítískri þáttöku Gísla Marteins og Hönnu Birnu í næstu kosningum.

Yfirlæti Villa og co. felldi þá.

.


mbl.is Dagur boðar til blaðamannafundar við Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hreinsun í Ráðhúsinu.

.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband